Fara í efni

Bæjarráð

753. fundur
23. maí 2022 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2204062
Framlagt sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - mars auk skatttekna og launakostnaðar janúar - apríl.
2.
Breyting á reglugerð nr. 1212 frá 2015 um reikningsskil sveitarfélaga
Málsnúmer 2110070
Lagt fram bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna breytinga á reglugerð nr. 1212/2015 um reikningsskil byggðasamlaga sem sveitarfélög eru með beina ábyrgð á.
Bæjarráð felur fjármálastjóra umhald málsins og leggja fram viðauka til nýrrar bæjarstjórnar.
3.
Fræðsla kjörinna fulltrúa - sveitarfélagaskólinn
Málsnúmer 2205098
Framlagðar upplýsingar um sveitarfélagaskólann sem býður í samstarfi við Háskólann í Reykjavík upp á sérsniðin námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum og nefndum. Námskeiðin eru á rafrænu formi.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í sveitarfélagaskólanum fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum.
4.
Umsókn að styrk fyrir ærslabelg í Mjóafirði
Málsnúmer 2205212
Framlagt bréf Jóhönnu Lárusdóttur og Margrétar Sigfúsdóttur þar sem óskað er eftir að ærslabelgur verði settur upp í Mjóafirði.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni en lýsir áhuga á að koma að málinu verði á því framhald.
5.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2022
Málsnúmer 2205211
Framlagt bréf Verkmenntaskóla Austurlands um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað fyrir Tæknidag fjölskyldunnar sem haldinn verður í áttunda sinn laugardaginn 1.október nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tæknidaginn sem nemur afnotum af íþróttahúsinu með sama hætti og undanfarin ár.
6.
Forkaupsréttur að Naustahvammi 20 í Neskaupstað
Málsnúmer 2205239
Bæjarstjóri vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Fram lagður tölvupóstur frá Lf-fasteignasölu þar óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til að nýta forkaupsrétt að fasteigninni að Naustahvammi 20 á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fasteigninni vegna þessarar sölu.
7.
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Málsnúmer 2103044
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
Í lögunum um stjórnsýslu jafnréttismála er í 13. gr. fjallað um skyldur sveitarfélaga.Um er að ræða töluverðar breytingar frá lögum nr. 10/2008. Áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum skulu nú taka til markmiða og aðgerða til að koma í veg fyrir mismunun, ekki eingöngu vegna kyns sbr. lög nr. 150/2020, heldur einnig sbr. lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun,skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu nr.86/2018. Þá hefur einnig verið gerð sú breyting að ekki er lengur kveðið á um skipunsérstakra jafnréttisnefnda heldur skal sveitarstjórn fela byggðaráði eða annarri fastanefnd sveitarfélagsins að fara með jafnréttismál.
Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun jafnréttisstefnu til nýrrar félagsmálanefndar.
8.
Ábending til fræðslunefndar
Málsnúmer 2205109
Málið lagt fram sem trúnaðarmál
9.
730 Stekkjartún 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2205152
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn HRMS Byggingar ehf. um lóðina við Stekkjartún 4, á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
730 Stekkjartún 6 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2205153
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn HRMS Byggingar ehf. um lóðina við Stekkjartún 6 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
730 Hjallaleira 2 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2205060
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Straumbrots ehf. um lóðina við Hjallaleiru 2 á Reyðarfirði undir atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
12.
740 Naustahvammur 58 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2205117
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Nestaks ehf.um lóðina við Naustahvamm 58 undir atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
13.
735 Miðdalur 16 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2205061
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn um Miðdal 16 á Eskifirði undir einbýlishús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
14.
760 Sólheimar 7 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2205083
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Búðinga ehf. um lóðina við Sólheima 7 á Breiðdalsvík undir parhús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
15.
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Málsnúmer 2205221
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál. Umsögn berist eigi síðar en 1. júní. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0799.html
16.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28.-30. september 2022 haldið á Akureyri
Málsnúmer 2205096
Framlagt erindi Samband íslenskra sveitarfélaga um skipan fulltrúa til að sitja landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosnir verða fjórir landsþingsfulltrúar og jafn margir til vara, til næstu fjögurra ára.
Vísað til kosningu fulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélagsins sbr. 62. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
17.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 27. apríl sl. lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 312
Málsnúmer 2205009F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 12. maí lögð fram til staðfestingar.
19.
Fræðslunefnd - 111
Málsnúmer 2205007F
Fundargerð fræðslunefndar frá 11. maí lögð fram til staðfestingar.
20.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 99
Málsnúmer 2205006F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. maí lögð fram til staðfestingar.
21.
Félagsmálanefnd - 153
Málsnúmer 2205002F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 10. maí lögð fram til staðfestingar.
22.
Öldungaráð - 6
Málsnúmer 2203001F
Fundargerð öldungaráðs frá 7. apríl lögð fram til staðfestingar.
23.
Öldungaráð - 7
Málsnúmer 2205005F
Fundargerð öldungaráðs frá 5. maí lögð fram til staðfestingar.
24.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 12. maí lögð fram til staðfestingar.