Fara í efni

Bæjarráð

754. fundur
7. júní 2022 kl. 08:30 - 11:03
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2204062
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - apríl og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - maí 2022
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Lögð fram tillaga fjármálastjóra um reglur fyrir gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árin 2023 - 2026.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
3.
Viðbótargreiðsla til B deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna Líf. Neskaupstaðar
Málsnúmer 2206013
Framlagt erindi frá Brú lífeyrissjóði um viðbótarframlag að fjárhæð 85 milljónir kr. til að tryggja að höfuðstóll sjóðsins nemi tvöfaldri greiðslu undanfarins árs. Um er að ræða ákvæði í samþykktum sjóðsins. Ekki er gert ráð fyrir þessari greiðslu á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir greiðslu til lífeyrissjóðsins og vísar henni til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2022. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra sjóðsins um þetta ákvæði samþykktanna.
4.
Skólamáltíðir í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2201064
Lagt fram til kynningar útboð á innkaupum á skólamáltíðum í þremur grunnskólum Fjarðabyggðar. Málið var tekið fyrir síðast á fundi bæjarráðs 17. janúar sl., þar sem ákveðið var að bjóða máltíðirnar út.
5.
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Málsnúmer 2205257
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál. Undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk. Lagt fram til kynningar.
6.
Húsnæðismál félags eldri borgara á Eskifirði
Málsnúmer 2205281
Bréf Félags eldri borgara á Eskifirði er varðar húsnæðismál félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.
7.
Haustþing SSA 2022
Málsnúmer 2206005
Haustþings SSA verður haldið 9. til 10. september í Fjarðabyggð. Stjórn SSA hefur falast eftir því að Fjarðabyggð haldi haustþing fyrir árið 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að hefja undirbúning að þinginu í samstarfi við stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
8.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022
Málsnúmer 2205294
Vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs breytingum á 62. gr. samþykkta um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar, breyting á nefndaskipan ásamt afleiddum breytingum á viðauka um fullnaðarafgreiðslur.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktunum fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.
Erindisbréf stjórnar menningarstofu og safnastofnunar
Málsnúmer 2205296
Vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs nýju erindisbréfi stjórnar menningarstofu og safnastofnunar en stjórnin tekur við hluta af verkefnum menningar- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.
Erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar
Málsnúmer 2205297
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar bæjarráðs nýju erindisbréfi fyrir mannvirkja- og veitunefnd en nefndin tekur við hluta af verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11.
Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Málsnúmer 2205298
Vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs nýju erindisbréfi fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd en nefndin tekur við hluta af verkefnum eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12.
Erindisbréf fjallskilanefndar
Málsnúmer 2205302
Vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs nýju erindisbréfi fjallskilanefndar en nefndin tekur við hluta af verkefnum landbúnaðarnefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.
Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2026
Málsnúmer 2205295
Vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs ráðningarsamningi við bæjarstjóra.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að ganga frá ráðningarsamningi sem verður lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
14.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2022
Málsnúmer 2202187
Farið yfir niðurstöður úthlutunar fiskeldissjóðs 2022.
Bókun Sjálfstæðisflokksins
Mikilvægt er að útdeiling tekna af gjaldtöku í fiskeldi í sjó renni til sveitarfélaga þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fari fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu sé mest. Við setningu laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, var lögð áhersla á að hlutverk sjóðsins væri að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Í ljósi þessa eru það vonbrigði að ekkert verkefni hlaut útdeilingu úr fiskeldissjóði á þessu ári til Fjarðabyggðar. Ekkert sveitarfélag hefur að geyma jafnmikið sjókvíaeldi og Fjarðabyggð, hvort sem litið er til burðarþolsmats eða áhættumats, og því eru það sérstök vonbrigði að Fjarðabyggð hafi ekki notið sanngirnis við útdeilingu Fiskeldissjóðs í anda þeirra laga sem sjóðurinn starfar eftir.
Skorað er á Matvælaráðherra að endurskoða útdeilingar sjóðsins með það fyrir augum að leggja Fiskeldissjóð niður. Tekjur vegna gjaldtöku fiskeldis í sjó og ætlað er til innviðauppbyggingar í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað ætti að renna beint til sveitarfélaga án aðkomu Fiskeldissjóðs miðað við lífmassa, burðarþol- eða áhættumat fjarða.
Bæjarráð tekur undir bókunina.
15.
Starfsmannamál bæjarskrifstofu í júní 2022
Málsnúmer 2206015
Farið yfir breytingar í starfsmannamálum, laus störf og starfsmannaveltu bæjarskrifstofu.