Fara í efni

Bæjarráð

755. fundur
13. júní 2022 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Framlagt yfirlit fjármálastjóra um rekstur Fjarðabyggðar á árabilinu 2014 - 2021.
2.
Samningur um rekstur Norðfjarðarflugvallar
Málsnúmer 2001185
Framlagður til kynningar framlengdur samningur um rekstur Norðfjarðarflugvallar fyrir árin 2022 og 2023.
Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti.
3.
Fasteignamat 2023
Málsnúmer 2206028
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á breytingum á fasteignamati í Fjarðabyggð milli áranna 2022 og 2023, auk áætlunar um álagningu fasteignagjalda að óbreyttum álagningarreglum.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Upplýsingatæknimál - búnaður kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 2206038
Lagt fram minnisblað um búnað kjörinna fulltrúa og hugmyndir að útfærslu á búnaðarkaupum.
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði.
5.
World Hydrogen Summit 2022 - trúnaðarmál
Málsnúmer 2205197
Lagt fram minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra, verkefnastjóra Fjarðabyggðarhafna og fjármálastjóra, um ferð þeirra á ráðstefnu um vetni í Rotterdam.
6.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022
Málsnúmer 2112033
Lagt fram til kyningar minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um umsóknir og afgreiðsla Ferðamálstofu vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2022.
7.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2022
Málsnúmer 2202187
Framlagður rökstuðningur matvælaráðuneytis vegna afgreiðslu umsókna Fjarðabyggðar um styrk til innviðauppbyggingar vegna þjónustumiðstöðvar og heimasíðu.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir undrun sinni á rökstuðningi Fiskeldissjóðs vegna umsókna sveitarfélagsins í sjóðinn á þessu ári. Miðað við úthlutun síðasta árs og þá þætti sem notaðir eru vegna úthlutana þá hefðu umsóknir Fjarðabyggðar átt að fá fleiri matsþætti viðurkennda. Styrkir þessi niðurstaða ennfrekar þá skoðun sveitarfélagsins að mikilvægt sé að koma gjaldtöku af fiskeldi í þann farveg að sveitarfélögin sem það hýsa innheimti hana beint og nýti til uppbyggingar innviða sinna án þess að rökstyðja þurfi það fyrir nefndum á vegum ríkisins og taka þátt í samkeppni við önnur sveitarfélög.
8.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Málsnúmer 2201189
Athugasemdarfrestur við deiliskipulagið Dalur athafnasvæði er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagið í umboði umhverfis- og skipulagsnefndar og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Aðalfundarboð 2022 - Olíusamlagið
Málsnúmer 2206037
Aðalfundur Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað svf. verður haldinn í Múlanum samvinnuhúsi Neskaupstað, miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra fullt og ótakmarkað umboð á fundinum.
10.
Aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands 2022
Málsnúmer 2206039
Framlagt aðalfundarboð Sjóminjasafns Austurlands fyrir árið 2022. Aðalfundur er boðaður 22. júní nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með fullt og ótakmarkað umboð Fjarðabyggðar á fundinum.