Fara í efni

Bæjarráð

756. fundur
27. júní 2022 kl. 08:30 - 09:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Aldurstakmark í líkamsræktir Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2206068
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um að ungmenni á þrettánda ári fá aðgeng að líkamsræktum Fjarðabyggðar. Gildir frá 1. júní ár hvert fyrir ungmenni sem eru á þrettánda ári.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
2.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026, skipan upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 2205172
Skipan í upplýsingaöryggisnefnd. Bæjarráð kýs fimm fulltrúa í upplýsingaöryggisnefnd. Upplýsingaöryggisnefnd er bæjarráði til ráðuneytis um persónuverndar- og upplýsingaöryggismál. Bæjarráð samþykkir að nefndina skipi bæjarritari, stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar, fræðslustjóri, forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála ásamt persónuverndarfulltrúa.
3.
Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum
Málsnúmer 2206084
Framlagður tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu vegna stefnumótunar. Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjórum að svara umbeðnum upplýsingum.
4.
Endurskoðun samþykktar um bygginganefnd í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2206094
Framlögð drög að uppfærðri samþykkt um bygginganefnd í Fjarðabyggð vegna breytinga á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykktin var upphaflega samþykkt árið 2013, 820/2013.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar samþykktir fyrir sitt leyti og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar og kynningar umhverfis- og skipulagsnefndar.
5.
735 Dalbraut 10 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2201124
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn fyrir geymsluhúsnæði að Dalbraut 10 á Eskifirði en afgreiðslu umsóknar lóðar var frestað þar sem deiliskipulag var ekki tilbúið en nú hefur það verið staðfest.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar.
7.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2206097
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er áformuð 13. til 14. október.
Bæjarráð samþykkir að gefa aðalfulltrúum bæjarstjórnar kost á að sitja fyrstu fjármálaráðstefnu kjörtímabilsins. Bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra sitja ráðstefnuna.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Málsnúmer 2104136
Vísað frá hafnarsjóði til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Bæjarráð felur fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
9.
Hafnarstjórn - 279
Málsnúmer 2206004F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 14. júní lögð fram til afgreiðslu
10.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1
Málsnúmer 2206010F
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. júní lögð fram til afgreiðslu
11.
Félagsmálanefnd - 154
Málsnúmer 2206008F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 22. júní lögð fram til afgreiðslu
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 100
Málsnúmer 2206009F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. júní lögð fram til afgreiðslu
13.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 21. júní lögð fram til afgreiðslu.
14.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 1
Málsnúmer 2206012F
Fundargerð stjórnar menningarstofu og safnastofnunar frá 24. júní lögð fram til afgreiðslu