Bæjarráð
761. fundur
22. ágúst 2022
kl.
08:30
-
11:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur Fjarðabyggðar fyrstu sex mánuði ársins 2022, auk deildayfirlits fyrir sama tímabil.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Lagt fram minnisblað og tillögur fjármálastjóra um tekju- og gjaldaforsendur fjárhagsáætlunar ársins 2023 og 3ja ára áætlunar fyrir árin 2024-2026. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
3.
Álagning vatnsgjalds - breytt aðferð álagningar
Framlögð samantekt fjármálastjóra á hugmyndum um breytingu á álagningu vatnsgjalds í Fjarðabyggð frá 2020. Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við breytingu á framsetningu álagningar á vatnsgjaldi þar sem horft verður til stærðar eigna í sveitarfélaginu í stað verðmætis. Fjármálastjóra falið að hefja þá vinnu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
4.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2021
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2021 lagður fram til undirritunar. Ársreikningurinn hefur þegar verið samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar.
5.
Grenndarkynning Hrauntún 3-5 og 7-13 raðhúsarlóð
Grenndarkynning vegna breytinga á lóðum Hrauntúni 1-9 á Breiðdalsvík lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir grendarkynninguna.
6.
Bréf frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar
Lagt fram erindi frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í mannvirkja og veitunefnd.
7.
Breyting á eldisfyrirkomulagi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn vegna tilkynningar Fiskeldis Austfjarða hf. á breytingu á eldisfyrirkomulagi í Fáskrúðsfirði. Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við fyrri umsagnir sveitarfélagsins.
8.
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Skráningar í heilsueflingu 65 ára og eldri hófust mánudaginn 8. ágúst og hafa 130 manns skráð sig. Upphaflega var fjárhagslegt samþykki fyrir 80 manns í verkefninu.
Deildarstjóri óskar þess vegna eftir auka fjármagni til verkefnisins til að mæta aukinni eftirspurn og samkomulag liggur fyrir við Janus heilsueflingu varðandi það. Bæjarráð fagnar þessum mikla áhuga á verkefninu og samþykkir að veita 1.735.000 kr. til verkefnsins af liðnum óráðstafað.
Deildarstjóri óskar þess vegna eftir auka fjármagni til verkefnisins til að mæta aukinni eftirspurn og samkomulag liggur fyrir við Janus heilsueflingu varðandi það. Bæjarráð fagnar þessum mikla áhuga á verkefninu og samþykkir að veita 1.735.000 kr. til verkefnsins af liðnum óráðstafað.
9.
Íslandsdagar 23. til 26. september Gravelines
Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar sæki hátíðahöld þessa árs, ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd Franskra daga.
10.
Málefni brothættra byggða
Bæjarráð samþykkir að Stefán Þór Eysteinsson taki sæti Eydísar Ásbjörnsdóttur í starfshópi um verkefnið Brothættar byggðir á Stöðvarfirði.