Fara í efni

Bæjarráð

762. fundur
29. ágúst 2022 kl. 08:30 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Skólahald í Tónskóla Neskaupstaðar 2022-2023
Málsnúmer 2208046
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti þær framkvæmdir og aðgerðir sem farið hefur verið í við endurbætur í Nesskóla.
2.
Fundur með sveitarstjórn Fljótsdalshrepps
Málsnúmer 2208153
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fundaði með sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fimmtudaginn 25. ágúst sl. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna s.s. varðandi orkuskipti, orkuöflun vegna þeirra og fleira. Fundurinn var afar gagnlegur og ákveðið var að framhald yrði á þessu samráði sveitarfélaganna, og mun bæjarstjórn Fjarðabyggðar bjóða sveitarstjórn Fljótsdalshrepps til fundar á næstunni þar sem þessi mál og frekari samvinna sveitarfélaganna verður rædd.

Bæjarráð þakkar sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fyrir góðar móttökur og gagnlegar umræður.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, drög að rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar 2023 auk forsenda tekju- og gjaldaliða. Umræður um fyrstu drög að rammaúthlutun 2023. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2023 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
4.
Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2208146
Framlagt minnisblað frá KPMG um áhrif þess ef breyting verður gerð á bókhaldslegu rekstrarformi Hitaveitu Fjarðabyggðar með tilliti til skattaumhverfis opinberra orkufyrirtækja. Fjármálastjóra er falið að vinna málið áfram og málinu vísað til kynningar í mannvirkja- og veitunefnd.
5.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021
Málsnúmer 2208076
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns fyrir árið 2021 lagður fram til undirritunar.
6.
Barnvænt sveitarfélag 2021-2022
Málsnúmer 2109174
Bæjarráð samþykkir að skipa Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur og Þórdísi Mjöll Benediktsdóttur í stýrihóp um barnvænt sveitarfélag.
7.
Umsókn um lóð Hrauntún 7-9
Málsnúmer 2208117
Lögð fram lóðarumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar f.h. Búðinga ehf frá 23.8.2022 þar sem sótt er um lóð að Hrauntúni 7-9 á Breiðdalsvík fyrir parhús. Umsóknin kemur í kjölfar grenndarkynningar sem gerð var fyrr í ágúst. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
Umsókn um lóð - 730 Hjallaleira21
Málsnúmer 2207134
Lögð fram lóðarumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands frá 28.júli 2022 um lóð að Hjallaleiru 21, 730 Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
9.
Umsókn um lóð Öldugata 730
Málsnúmer 2208027
Lögð fram lóðaumsókn frá RARIK vegna spennustöðvar við Öldugötu. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
10.
Umsókn um lóð - Daltún 9
Málsnúmer 2207091
Lögð fram lóðarumsókn Guðna Þórs Elíssonar frá 15. júlí 2022 um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Daltúni 9 735 Eskifirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Bréf frá Uxavog ehf vegna úthlutunar lóða við Sæbakka
Málsnúmer 2208148
Framlagt bréf frá Sigurði Steini Einarssyni f.h. Uxavogs ehf um úthlutun lóða við Sæbakka í Neskaupstað. Bæjarritara falið að svara erindinu og leggja tillögu að svari fyrir bæjarráð.
12.
Tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Málsnúmer 2208114
Framlagður tölvupóstur frá starfshópi umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytis um nýtingu vindorku þar sem Fjarðabyggð er boðið að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um þau málefni sem starfshópnum er ætlað að fjalla um. Atvinnu- og þróunarstjóra er falið að gera tillögu að svari við erindinu og kynna í bæjarráði.
13.
Fundarboð Íbúasamtaka Breiðdælinga
Málsnúmer 2208145
Framlagður tölvupóstur frá íbúasamtökunum Breiðdælinga þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn. Bæjarstjóra falið að ræða við stjórn íbúasamtakana.
14.
Hafnarstjórn - 282
Málsnúmer 2208013F
Fundargerð Hafnarstjórnar frá 24. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
15.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5
Málsnúmer 2208011F
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 23. ágúst lögð fram til afgreiðslu
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 103
Málsnúmer 2208012F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. ágúst lögð fram til afgreiðslu
17.
Fræðslunefnd - 113
Málsnúmer 2208009F
Fundargerð fræðslunefndar frá 17. ágúst lög fram til afgreiðslu