Fara í efni

Bæjarráð

763. fundur
5. september 2022 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Lögð fram tillaga að úthlutun ramma fyrir A hluta Fjarðabyggðar til vinnslu í nefndum vegna ársins 2023, ásamt áætlun um sjóðsstreymi auk umfjöllunar fjármálastjóra um tillöguna og áætlaðan rekstur Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma áætlunar 2023 og felur bæjarstjóra að gefa þá út til nefnda.
2.
Stytting vinnuvikunar hjá Slökkvilið Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2208172
Framlagt minnisblað slökkvistjóra varðandi útfærslur á styttingu vinnuvikunar hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Lagt fram til kynningar.
3.
Samningur um undirbúningsvinnu vegna þróunarfélags - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2209011
Lögð fram sem trúnaðarmál drög að samningi við KPMG um vinnu að skilgreiningu og undibúningi að stofnun þróunarfélags um grænan orkugarð í Fjarðabyggð ásamt tillögu að verkefnalýsingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi og leggja hann fyrir bæjarráð til staðfestingar.
4.
Björgunarhringir við vötn í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2209018
Framlagður tölvupóstur frá Slysavarnardeildinni Hafdísi um uppsetningu björgunarhringja við vötn í Fjarðabyggð.
Vísað til mannvirkja- og veitunefndar til úrvinnslu.
5.
Fjallskilasamþykkt SSA
Málsnúmer 2208175
Framlagt bréf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um endurskoðun fjallskilasamþykktar en hún hefur tekið breytingum frá því sem hún var upphaflega afgreidd í gegnum landbúnaðarnefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Fjallskilasamþykkt hefur ekki fengið formlega afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar fjallskilasamþykktinni til umfjöllunar fjallskilanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar.
6.
Endurskoðun samnings um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2209030
Fram lögð til kynningar kröfulýsing vegna sjúkraflutninga og minnisblað sem
trúnaðarmál vegna endurskoðun samnings um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
7.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Umræða tekin um yfirlýsingu og forkaupsréttarákvæði samnings um Hafnargötu 6 á Reyðarfirði sem er orðin virk.
Bæjarráð samþykkir að virkja forkaupsréttarákvæði og felur bæjarstjóra að hefja viðræður við eigenda fasteignarinnar.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð 912. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.