Fara í efni

Bæjarráð

765. fundur
19. september 2022 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla
Málsnúmer 2209105
Framlagt bréf um sundkennslu í Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Unnið er að því að taka saman uppfærðar upplýsingar um viðhaldsframkvæmdina við sundlaugarkerið en tímasetningar liggja ekki fyrir um opnun á nýju íþróttahúsi.
Bæjarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að sundkennsla fari fram í haust á Eskifirði og vísar erindi þar um til fræðslunefndar.
2.
Lystigarðurinn í Neskaupstað
Málsnúmer 2209110
Framlagt bréf frá Lystigarðsnefnd Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað um lystigarðinn í Neskaupstað.
Erindi vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs, garðyrkjustjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að funda með lystigarðsnefndinni.
3.
Vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála.
Málsnúmer 2209128
Framlagt tölvupóstur frá Austurbrú vegna vettvangsferðar til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kynnisferðinni.Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
4.
Tjaldsvæði 2022
Málsnúmer 2203199
Framlagt minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra um samkomulag við rekstraraðila tjaldsvæðisins á Breiðdalsvík vegna tafa á afhendingu þjónustuhúss samkvæmt leigusamningi.
Bæjarráð samþykkir að gengið sé frá samkomulaginu og er bæjarstjóra falin undirritun samkomulagsins.
5.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022
Málsnúmer 2208049
Lagt fram skuldabéf við Ofanflóðasjóð að fjárhæð 21.154.206 krónur til samþykktar. Skuldabréfið er í samræmi við þegar samþykkta lánsumsókn í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir skuldabréfið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Samningur um skoðun á uppbyggingu græns orkugarðs í Fjarðabyggð - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2209011
Lagt fram minnisblað bæjar- og fjármálastjóra um grænan orkugarð ásamt drögum að samningi við KPMG um vinnu að skilgreiningu og undibúningi að stofnun þróunarfélags um grænan orkugarð í Fjarðabyggð ásamt tillögu að verkefnalýsingu.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í vinnu við verkefni um grænan orkugarð með KPMG ráðgjöf og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samningi þar um. Jafnframt er settur upp vinnuhópur vegna verkefnisins sem í eru bæjarstjóri, atvinnu- og þróunarstjóri, verkefnisstjóri hafna og fjármálastjóri.
7.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði - drög að lóðarleigusamningi - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2108124
Lögð fram sem trúnaðarmál drög að lóðarleigusamningi við Copenhaagen Infrasturucture Partners um lóð undir iðnaðarstarfsemi í Reyðarfirði ásamt athugasemdum frá lögmanni Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
8.
Bréf frá Uxavog ehf vegna úthlutunar lóða við Sæbakka
Málsnúmer 2208148
Framlögð drög að svari við bréfi Sigurðar Steins Einarssonar f.h. Uxavogs vegna lóðaúthlutunar á lóð við Sæbakka.
Bæjarráð samþykkir svarbréfið.
9.
Ráðningar í störf
Málsnúmer 2209099
Framlagt minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirkomulags um ráðningar í störf hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra. Ragnar Sigurðsson situr hjá.
10.
Mannvirkja- og veitunefnd - 3
Málsnúmer 2209009F
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 7. september lögð fram til afgreiðslu.
11.
Mannvirkja- og veitunefnd - 4
Málsnúmer 2209015F
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 12. september lögð fram til afgreiðslu.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 104
Málsnúmer 2209013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 12. september 2022 tekin til afgreiðslu.