Fara í efni

Bæjarráð

767. fundur
3. október 2022 kl. 08:30 - 10:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Gerð grein fyrir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar. Fundir bæjarstjóra og fjármálastjóra með formönnum nefnda og sviðsstjórum verða í vikunni og í þar næstu viku mæta þeir á fund bæjarráðs.
2.
Fasteignir í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2209209
Lögð fram greinargerð um stöðu á sölu eigna Fjarðabyggðar samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar, ásamt tillögu að sölu og söluaðferð 3ja eigna að auki.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og felur fjármálastjóra að vinna málið áfram.
3.
Foktjón í september 2022
Málsnúmer 2209216
Farið yfir tjón á mannvirkjum og eignum vegna ofsaveðurs sem gekk yfir Fjarðabyggð 25. og 26. september. Unnið verður að viðgerðum og uppgjörum tengdum tjónum.
4.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2209219
Framlagt ársfundarboð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudag 12. október kl. 16:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Jóni Birni Hákonarsyni að fara með umboð sveitarfélagsins á ársfundinum.
5.
Umsókn um styrk vegna fornleifarannsókna í Stöð Stöðvarfirði
Málsnúmer 2209222
Framlögð beiðni Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfirði um fjárstyrk til rannsókna.
Bæjarráð lýsir ánægju með störf áhugafólksins og styður við verkefnið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Leitað verður leiða til að finna fleiri stuðningsaðila að verkefninu. Vísað til stjórnar menningar- og safnastofnunar.
6.
Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2209228
Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.
Bæjarráð vísar erindi til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar.
7.
Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla
Málsnúmer 2209105
Framlagt bréf skólastjórnenda við Grunnskóla Reyðarfjarðar vegna afgreiðslu bæjarráðs á bréfi um sundlaug á Reyðarfirði og sundkennslu. Fjárveiting til aksturs barna í sundkennslu er áætlaður á árinu 2022 með sama hætti og var í áætlun ársins 2021.
Lagt fram til kynningar.
8.
Uppbygging smáhúsahverfafrístundahúsa í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2209243
Framlagður tölvupóstur frá Árnýju Hafborgu Hálfdánardóttur þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjóra og bæjarstjórn vegna uppbyggingar á smáhýsahverfi/frístundahúsum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð fagnar áformum og felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.
9.
Vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála.
Málsnúmer 2209128
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar í vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála verði tveir. Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að velja fulltrúa til ferðarinnar.
10.
Tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Málsnúmer 2208114
Framlögð drög að svari við erindi starfshóps um til nýtingu vindorku.
Bæjarráð samþykkir drög að umsögn með uppfærslu sem samþykkt var á fundi.
11.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 1-7
Málsnúmer 2209201
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Reisugils ehf um lóðirnar að Hlíðarbrekku 1,3,5, og 7 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna.
12.
Umsókn um lóð Hafnarbraut 40
Málsnúmer 2209220
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Hrafnshóls EHF um lóð að Hafnarbraut 40, í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og afturkallar þar með úthlutun lóðarinnar til Fjarðabyggðar f.h. Brákar íbúðarfélags hses.
13.
Barnaverndarnefnd 2022
Málsnúmer 2202112
Framlögð fundargerð barnaverndarnefndar nr. 157. frá 6. september til afgreiðslu.
14.
Fræðslunefnd - 115
Málsnúmer 2209027F
Fundargerð 115. fundar fræðslunefndar frá 28. september lögð fram til afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 105
Málsnúmer 2209026F
Fundargerð 105. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu.
16.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8
Málsnúmer 2209024F
Fundargerð 8. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 27. september lögð fram til afgreiðslu.
17.
Mannvirkja- og veitunefnd - 5
Málsnúmer 2209022F
Fundargerð 5. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 26. september lögð fram til afgreiðslu.
18.
Félagsmálanefnd - 157
Málsnúmer 2209018F
Fundargerð 157. fundar félagsmálanefndar frá 20. september lögð fram til afgreiðslu.