Fara í efni

Bæjarráð

768. fundur
10. október 2022 kl. 08:30 - 15:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2023
Málsnúmer 2208080
Formaður og sviðsstjóri ásamt stjórnanda stoðþjónustu gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2023
Málsnúmer 2208078
Formaður og sviðsstjóri ásamt deildarstjóra og forstöðumaður gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023
Málsnúmer 2208077
Formaður og sviðsstjóri ásamt verkefnastjóra gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2023
Málsnúmer 2208083
Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar og bæjarstjóri ásamt fjármálastjóra gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Málsnúmer 2208081
Formaður stjórnar og bæjarritari gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
Málsnúmer 2205097
Formaður, fræðslustjóri og sviðsstjóri gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023
Málsnúmer 2208082
Formaður mannvirkja- og veitunefndar og sviðsstjóri gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2023
Málsnúmer 2208079
Bæjarritari, mannauðsstjóri, fjármálastjóri og slökkviliðsstjóri gerðu grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023.
9.
Styrkur frá Alcoa Foundation 2023
Málsnúmer 2210049
Gerð grein fyrir styrk frá Alcoa Foundation að upphæð 25.000 dollara (3,6 milljónir króna). Styrkurinn er ætlaður til verkefna tengdum enduruppbyggingu vegna óveðursins í september.
Bæjarráð þakkar fyrir veglegan styrk sem kemur sér mjög vel en hluti af tjónum sveitarfélagsins er ekki bætt og nýtist styrkurinn til að bæta þau. Bæjarstjóra falið að útfæra nýtingu á styrknum í samráði við Alcoa.
10.
Málefni KFF 2023 - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2210037
Framlagt sem trúnaðarmál minnisblað deildarstjóra íþróttamála vegna málefna Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF).
Bæjaráð felur deildarstjóra íþróttamála að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundi.
11.
Erindi frá íbúum í Breiðablik
Málsnúmer 2210032
Framlagt erindi frá íbúum í Breiðablik í Neskaupstað um aðstöðu þeirra í húsnæðinu og ráðstöfun þess.
Erindi vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.
12.
Beiðni Skíðafélags Fjarðabyggðar um fund með bæjastjórn
Málsnúmer 2210030
Lögð fram beiðni frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar um fund með bæjarráði vegna málefna félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fá forsvarsmenn félagsins til fundar.
13.
Erindi til bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna frágangs á Haga og Teigagerði á Reyðarfirði
Málsnúmer 2210016
Framlagður tölvupóstur frá Agnari Bóassyni frá 3. október þar sem lögð fram fyrirspurn um frágáng á vinnubúðunum á Haga og svæðinu við Teigagerði.
Vísað til skipulags- og umhverfisfulltrúa til afgreiðslu.
14.
Umsögn frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Málsnúmer 2210017
Framlagður tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum nr.123/210 (Uppbygging innviða) 144.mál.
Vísað til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
15.
Opinn samráðsvettvangur
Málsnúmer 2210055
Innviðaráðuneytið boðar til opinna samráðsfunda í öllum landshlutum undir yfirskriftinni, Vörðum leiðina saman. Íbúum í öllum landshlutum er boðið til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Fjarfundur fyrir Austurland verður haldinn 18. október nk.
16.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð 913. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar
17.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 106
Málsnúmer 2209033F
Fundargerð 106. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 3. október tekin til afgreiðslu
18.
Fjallskilanefnd - 2
Málsnúmer 2209010F
Fundargerð fjallskilanefndar frá 14. september lögð fram til afgreiðslu.