Bæjarráð
769. fundur
17. október 2022
kl.
08:30
-
12:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Beiðni Skíðafélags Fjarðabyggðar um fund með bæjastjórn
Farið yfir skipulag almenningssamgangna vegna skíðaæfinga, starf skíðafélagsins og framtíð skíðasvæðisins.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Framhald umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023-2026.
Umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Umræðu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2023
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs tillögum sviðsstjóra um hagræðingu vegna reksturs félagsmálaflokksins.
Bæjarráð samþykkir að taka tillögur sem koma fram í minnisblaði til vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2023.
Bæjarráð samþykkir að taka tillögur sem koma fram í minnisblaði til vinnslu í fjárhagsáætlunargerð 2023.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
Vísað frá stjórn menningarstofu- og safnastofnunar til bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir menningarmálaflokkinn 2023.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til umfjöllunar bæjarráðs starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir nefndina.
Vísað til áframhaldandi vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.
Vísað til áframhaldandi vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.
6.
Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 3
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Viðaukinn fjallar um breytta framsetningu fjárhagsáætlana samkvæmt reglugerð, veikindalaun, þjónustu í þágu velsældar barna, námsstyrki og millifærslur.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.
Starfshópur um framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Vísað frá stjórn menningarstofu og safnastofnunar til bæjarráðs málefnum stríðsárasafns sem lútað að framtíð og staðsetningu safnsins.
Fram lagt og rætt. Verður tekið upp síðar í bæjarráði.
Fram lagt og rætt. Verður tekið upp síðar í bæjarráði.
8.
Boð um þátttöku í samráði Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir
Framlagður tölvupóstur frá umhverfis, orku-, og loftlagsráðuneytinu þar sem kynnt er samráð vegna máls. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir". Umsagnarfrestur er til og með 21.10.22.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsfulltrúa.
9.
Til umsagnar 9. mál frá nefndasviði Alþingis
Framlögð tillaga að þingsályktun um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis.
Bæjarráð vísar til fyrri samþykkta sinna um fiskeldissjóð og felur bæjarstjóra að skila inn umsögn.
Bæjarráð vísar til fyrri samþykkta sinna um fiskeldissjóð og felur bæjarstjóra að skila inn umsögn.
10.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Framlögð til kynningar fundargerð 51. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
11.
Hafnarstjórn - 285
Fundargerð hafnarstjórnar frá 10. október lögð fram til afgreiðslu.
12.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 9
Fundargerð 9. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11. október lögð fram til afgreiðslu.
13.
Félagsmálanefnd - 158
Fundargerð 158. fundar félagsmálanefndar frá 11. október lögð fram til afgreiðslu.
14.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 4
Fundargerð stjórnar menningarstofu og safnastofununar frá 11. október lögð fram til afgreiðslu.
15.
Mannvirkja- og veitunefnd - 6
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 12. oktober lögð fram til afgreiðslu.
16.
Fræðslunefnd - 116
Fundargerð 116. fundar fræðslunefndar frá 12. október lögð fram til afgreiðslu.
17.
Barnaverndarnefnd 2022
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 11. október lögð fram til afgreiðslu.