Fara í efni

Bæjarráð

771. fundur
31. október 2022 kl. 08:30 - 00:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Haraldur L Haraldsson Upplýsingafulltrúi
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Málsnúmer 2205271
Lögð fram drög að tillögu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar til fyrri umræðu í
bæjarstjórn fyrir árið 2023 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana
fyrir árið 2023 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026 til fyrri umræðu í
bæjarstjórn.
2.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021 - staðfesting stofnsamnings
Málsnúmer 2210165
Framlagt aðalfundarboð Héraðsskjalasafns austfirðinga sem haldinn verður 15. nóvember n.k. kl 17:00 í Safnahúsinu á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni bæjarstjóra umboð til að mæta á aðalfund.
3.
Persónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2210197
Framlagt minnisblað um starf persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar og tillaga um skipan starfsins.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
4.
Greiðsla stofnframlaga vegna Hafnarbraut Neskaupstað
Málsnúmer 2210188
Framlagt erindi frá Brák íbúðafélagi hses um að greiða stofnframlag til félagsins vegna byggingar 4ra íbúða í Neskaupstað að Hafnarbraut. Heildarframlag er áætlað 13.148.468 kr.
Bæjarráð samþykkir að greiða umbeðið stofnframlag og felur fjármálaststjóra afgreiða erindið.
5.
Kaupsamningur um Búðarmel 6a-e f.h. óstofnaðs hses félags
Málsnúmer 2202024
Til kynningar drög að samningi um yfirtöku Brákar íbúðafélags hses á kaupsamningi Fjarðabyggðar við Nýjatún ehf um 5 íbúðir að Búðarmel 6 á Reyðarfirði.

6.
Gjaldskrá slökkviliðs 2023
Málsnúmer 2209121
Gjaldskrá slökkviliðs 2023 lögð fram til umræðu og samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun um 4,9% og öðlast hún gildi þann 1.1.2023.
7.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2023
Málsnúmer 2210053
Gjaldskrá fasteignagjalda 2023 lögð fram til umræðu og samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að gjaldskrá fasteignagjalda ásamt reglum um afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2023 og vísar gjaldskránni til staðfestingar bæjarstjórnar. Gjaldskráin og reglurnar taka gildi þann 1.1.2023.
8.
Gjaldskrá frístundaheimila 2023
Málsnúmer 2210051
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá frístundaheimila fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
9.
Gjaldskrá leikskóla 2023
Málsnúmer 2209161
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%. Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
10.
Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2209113
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá tónlistarskóla fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
11.
Gjaldskrá húsnæðis Grunnskóla 2023
Málsnúmer 2209166
Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá húsnæðis grunnskóla fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
12.
Gjaldskrá bókasafna 2023
Málsnúmer 2210048
Stjórn menningstofu og safnastofunar hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir bókasöfn fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin hækki til samræmis við breytingar verðlags frá árinu 2019. Gjaldskráin hefur verið einfölduð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna teku ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
13.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2024
Málsnúmer 2209114
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá minnjasafna fyrir árið 2024, ásamt tillögum að minniháttar uppfærslu á texta í gjaldskrá 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 100 kr. hækkun gjaldaliða í gjaldskrá 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á texta gjaldskrár minjasafna 2023 og nýja gjaldskrá fyrir árið 2024 sem tekur gildi 1.1.2024.
14.
Gjaldskrá félagsheimila
Málsnúmer 2210047
Vísað frá stjórn menningarstofu- og safnastofnunar til bæjarráðs drögum að gjaldskrá félagsheimila fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 5,0%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
15.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2209112
Mannvirkja- og veitunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að breytingum á gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin hækki almennt um 4,9% en forsendur fyrir álagningu vatnsgjalds sem innheimt er með fasteignagjöldum miði við stærð húsnæðis en ekki fasteignamat.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
16.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2209171
Mannvirkja- og veitunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
17.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023
Málsnúmer 2210052
Mannvirkja- og veitunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fjarvarmaveitu fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023
18.
Gjaldskrá fráveitu 2023
Málsnúmer 2210061
Mannvirkja- og veitunefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 4,9% hækkun gjaldskrár og að álagningarstuðull fráveitugjalda verði 0,275% af húsmati.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og ný gjaldskrá tekur gildi þann 1.1.2023.
19.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2023
Málsnúmer 2210060
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir árið 2023 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Hækkun er í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu pr. fermetra vísitöluhúss fjölbýlis.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og ný gjaldskrá tekur gildi þann 1.1.2023.
20.
Gjaldskrá hunda og kattahald 2023
Málsnúmer 2209170
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir hunda- og katthald fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun um 4.9%.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
21.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023
Málsnúmer 2209158
Gjaldskrá skipulags- byggingarmála vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar. Tillagan gerir ráð ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1.1.2023.
22.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2023
Málsnúmer 2210054
Félagsmálanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskráin hækki um 4,9%.
Bæjarráð samþykkir tilöguna og ný gjaldskrá tekur gildi þann 1.1.2023.
23.
Gjaldskrá íþróttahúsa 2023
Málsnúmer 2209164
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá íþróttahúsa fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun um 4,9%.
Bæjarráð vísar tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við formann nefndarinnar í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
24.
Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2023
Málsnúmer 2209163
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá stórviðburða í íþróttahúsum fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 4,9% hækkun.
Bæjarráð vísar tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við formann nefndarinnar í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
25.
Gjaldskrá sundlauga 2023
Málsnúmer 2209115
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá sundlauga fyrir árið 2023.
10% hækkun á 3 mánaða, 6 mánaða, 12 mánaða og hjónakortum. Engin hækkun á stökum tímum og skiptakortum og eins mánaðar kortum.
Bæjarráð vísar tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við formann nefndarinnar í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
26.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023
Málsnúmer 2209160
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá skíðasvæðis fyrir árið 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 4,9% hæækkun.
Bæjarráð vísar tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við formann nefndarinnar í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
27.
Gjaldskrá skíðasvæðis 2023
Málsnúmer 2209157
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá skíðasvæðis fyrir árið 2023. Tillagn gerir ráð fyrir 4,9% hækkun.
Bæjarráð vísar tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við formann nefndarinnar í samræmi við umræður á fundi bæjarráðs.
28.
Útsvar 2023
Málsnúmer 2210206
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2023 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar bæjarstjórnar.
29.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð 914. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
30.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 10
Málsnúmer 2210011F
Fundargerð 10. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 25. október lögð fram til afgreiðslu
31.
Fræðslunefnd - 117
Málsnúmer 2210019F
Fundargerð 117. fundar fræðslunefndar frá 26. október tekin til afgreiðslu.
32.
Hafnarstjórn - 286
Málsnúmer 2210018F
Fundargerð 286. fundar hafnarstjórnar Fjarðabyggðar frá 24. október lögð fram til afgreiðslu.