Fara í efni

Bæjarráð

775. fundur
5. desember 2022 kl. 08:30 - 00:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Gjaldskrá slökkviliðs 2023
Málsnúmer 2209121
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá slökkviliðs 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá slökkviliðs 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
2.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2209112
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá vatnsveitu 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá vatnsveitu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
3.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2023
Málsnúmer 2209171
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá hitaveitu 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá hitaveitu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.2.2023.
4.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023
Málsnúmer 2210052
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fjarvarmaveitu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
5.
Gjaldskrá fráveitu 2023
Málsnúmer 2210061
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá fráveitu 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6% en álagningarstuðull fráveitugjalds sem innheimt er með fasteignaskatti er 0,275%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fráveitu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
6.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023
Málsnúmer 2209158
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fráveitu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
7.
Gjaldskrá hunda og kattahald 2023
Málsnúmer 2209170
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
8.
Gjaldskrá félagsheimila
Málsnúmer 2210047
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá félagsheimila 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá félagsheimila 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
9.
Gjaldskrá leikskóla 2023
Málsnúmer 2209161
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá leikskóla 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá leikskóla 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
10.
Gjaldskrá frístundaheimila 2023
Málsnúmer 2210051
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá frístundaheimila 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá frístundaheimila 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
11.
Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla 2023
Málsnúmer 2209166
Framlögð uppfærð tillaga gjaldskrá fyrir húsnæði grunnskóla. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir húsnæði grunnskóla og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
12.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2023
Málsnúmer 2210054
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá þjúnstuíbúða í Breiðablik 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskrá um 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
13.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2023
Málsnúmer 2209116
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá stuðningsþjónustu 2023 en gjaldskrá er breytt samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá stuðningsþjónustu 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
14.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023
Málsnúmer 2209172
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 en hafnarstjórn hefur uppfært efni hennar. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Fjarðabyggðahafna 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
15.
Gjaldskrá félagsmiðstöðva 2023
Málsnúmer 2211111
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir afnot af húsnæði félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir félagsmiðstöðvar og tekur hún gildi 1.1.2023.
16.
Jólasjóður 2022
Málsnúmer 2211094
Lagt fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs með tillögu að greiðslu styrks í jólasjóð Fjarðabyggðar vegna úthlutunar úr sjóðnum 2022.
Bæjarráð samþykktir að greiða til jólasjóðs 500.000 kr. á árinu 2022.
17.
Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2208146
Lögð fram drög að bréfi um ósk til ráðherra um framsal á einkaleyfi Hitaveitu Fjarðabyggðar til einkahlutafélags sem væri rekið að fullu af sveitarfélaginu en lagasetningu þarf til að færa einkaleyfið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að bréfi og sótt verði um framsal einkaleyfis til einkahlutafélags sem er að fullu í eigu Fjarðabyggðar.
18.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201106
Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
19.
Bréf innviðaráðuneytis
Málsnúmer 2209019
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðuneytis frá 30. nóvember sl. vegna athugasemdar Ragnars Sigurðssonar um heimild Jóns Björns Hákonarsonar til að taka þátt í að ræða eða greiða atkvæði um efni ráðningarsamnings sem hann sé sjálfur aðili að.
Afstaða ráðuneytisins er að Jón Björn Hákonarson bæjarstjórnarfulltrúi hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Telur ráðuneytið að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 252/2022, með síðari breytingum, og því ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar á grundvelli 112. gr. sveitastjórnarlaga að öðru leyti en hér hefur verið gert. Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins.
20.
Rekstrarfyrirkomulag vegna skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 2211101
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar bæjarráðs tillögu um tilfærslu rekstrarþátta skíðasvæðis í Oddsskarði varðandi viðhald búnaðar og áhalda sem notaðir eru á skíðasvæðinu.
Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.