Bæjarráð
776. fundur
12. desember 2022
kl.
08:30
-
11:45
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál rekstraryfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar janúar - október 2022 auk yfirlit yfir launakostnað og skatttekjur janúar - nóvember 2022. Einnig yfirlit yfir rekstur deilda fyrir tímabilið janúar - september.
2.
Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 4
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 þar sem gerðar eru breytingar er varða barnaverd og slökkvilið í rekstri og framkvæmdir eignasjóða.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026 til síðari umræðu ásamt tillögum að breytingum á milli umræðna auk breytinga á forsendum áætlunarinnar.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum tillögur að breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim ásamt fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2024 til 2026 til síðari umræðu. Ragnar Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum tillögur að breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim ásamt fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun áranna 2024 til 2026 til síðari umræðu. Ragnar Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu.
4.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022
Lántaka hjá Ofanflóðasjóði. Gert er ráð fyrir að samþykkið fyrir lántökunni hjá Ofanflóðasjóði berist á þriðjudaginn en ekki verði komið útgefið skuldabréf til að leggja fyrir bæjarstjórnarfund.
Bæjarráð samþykir fyrir sitt leyti lántökuna og vísar staðfestingu lántökunnar til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykir fyrir sitt leyti lántökuna og vísar staðfestingu lántökunnar til bæjarstjórnar.
5.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023
Framlögð tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs árið 2023sem tekur tillit til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, sbr. breytingarlög nr. 103/2021 sem m.a. innleiða endurskoðaða tilskipun Evrópusambandsins 2008/98/EB um úrgang og skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Tillagan hefur verið kynnt í mannvirkja- og veitunefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöldun úrgangs árið 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöldun úrgangs árið 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
6.
Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2023
Fram lagt minnisblað um gjaldskrá minjasafna fyrir árið 2023 og hækkanir sem ákveðnar voru samhliða fjárhagsáætlunargerð 2022.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá 2023 verði óbreytt frá fyrri tillögu.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá 2023 verði óbreytt frá fyrri tillögu.
7.
Gjaldskrá bókasafna 2023
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá bókasafna 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá bókasafna 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá bókasafna 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
8.
Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar 2023
Framlögð uppfærð tillaga að gjaldskrá tónlistarskóla 2023. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hækkar gjaldskráin 5,6%.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá tónlistarskóla 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá tónlistarskóla 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
9.
Gjaldskrár sundlauga 2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá Sundlauga 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 5,6% hækkun gjaldskrár í takti við þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá sundlauga 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá sundlauga 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
10.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 5,6% hækkun gjaldskrár í takti við þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá líkamsræktarstöðvar 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá líkamsræktarstöðvar 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
11.
Gjaldskrá skíðasvæðis 2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá skíðasvæðis 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 5,6% hækkun gjaldskrár í takti við þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá skíðasvæðis 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá skíðasvæðis 2023 og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
12.
Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburða 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 5,6% hækkun gjaldskrár í takti við þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir fyrir árið 2023 með viðbót um gjald fyrir nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir fyrir árið 2023 með viðbót um gjald fyrir nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
13.
Gjaldskrá íþróttahúsa 2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 5,6% hækkun gjaldskrár í takti við þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa 2023 með viðbót um gjald fyrir afnot af nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttahúsa 2023 með viðbót um gjald fyrir afnot af nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði og tekur ný gjaldskrá gildi 1.1.2023.
14.
Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Framlagðar uppfærðar reglur um launakjör kjörinna fulltrúa en þær eru uppfærðar miðað við samþykkt bæjarráðs um að ungmennaráð fái þóknun fyrir störf sín.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
15.
Erindi frá áhugahóp um framtíð íþróttamála á Eskifirði
Framlagt erindi frá áhugahóp um framtíð íþróttamála á Eskifirði.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til stefnumörkunar bæjarstjórnar um íþróttamannvirki í Fjarðabyggð.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til stefnumörkunar bæjarstjórnar um íþróttamannvirki í Fjarðabyggð.
16.
Erindi til bæjarráðs frá íbúasamtökum Eskifjarðar
Framlagt erindi Íbúasamtaka Eskifjarðar vegna starfsmannamáls til kynningar. Lagt fram svarbréf til kynningar fyrir bæjarráð sem trúnaðarmál.
17.
Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími
Framlagðar útfærslur að styttingu vinnuvikunnar hjá kennurum og skólastjórnendum í grunn- og tónlistarskólum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um styttingu vinnutímans í grunnskólum og tónlistarskólum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um styttingu vinnutímans í grunnskólum og tónlistarskólum.
18.
Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar
Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun á kjarasamningsumboði Fjarðabyggðar til sambandsins en um er að ræða uppfærslu umboðsins sem felur í sér fullnaðarframsal kjarasamningsgerðar er Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fram lögð drög kjarasamningsumboðs og vinnslusamnings vegna persónuverndar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun kjarasamningsumboðsins og vísar staðfestingu umboðsins til bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita vinnslusamning vegna persónuverndar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun kjarasamningsumboðsins og vísar staðfestingu umboðsins til bæjarstjórnar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita vinnslusamning vegna persónuverndar.
19.
Mannvirkja- og veitunefnd - 8
Fundargerð 8. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 3. desember lögð fram til afgreiðslu.
20.
Hafnarstjórn - 288
Fundargerð 288.fundar hafnarstjórnar frá 5. desember lögð fram til afgreiðslu.
21.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13
Fundargerð 13. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 6. desember lögð fram til afgreiðslu.
22.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 109
Fundargerð 109. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 5. desember lögð fram til afgreiðslu.