Bæjarráð
777. fundur
19. desember 2022
kl.
08:30
-
09:50
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023
Framlagt erindi matvælaráðuneytisins um úthlutun byggðkvóta til Fjarðabyggðar fyrir fiskveiðiárið 2022-2023 ásamt leiðbeiningum um sérreglur byggðakvóta.
Bæjarráð samþykkir að almennar reglur við úthlutun byggðakvóta gildi fyrir fiskveiðiárið 2022 til 2023 og felur atvinnu- og þróunarstjóra að upplýsa ráðuneytið.
Bæjarráð samþykkir að almennar reglur við úthlutun byggðakvóta gildi fyrir fiskveiðiárið 2022 til 2023 og felur atvinnu- og þróunarstjóra að upplýsa ráðuneytið.
2.
Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu
Framlögð til staðfestingar uppfærð drög að samnningi og reglum fyrir umdæmisráð Landsbyggða vegna barnaverndarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir uppfærðan samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir uppfærðan samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Valdaframsal barnaverndarþjónustu
Lögð fram drög að valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu til fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við breytingar á barnaverndarlögum 80/2002 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs og erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna að uppfærslu samþykkta sveitarfélagsins og erindisbréfa nefnda vegna breytinganna. Vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar en stefnt er að aukafundi í bæjarstjórn 28. desember nk.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að vinna að uppfærslu samþykkta sveitarfélagsins og erindisbréfa nefnda vegna breytinganna. Vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar en stefnt er að aukafundi í bæjarstjórn 28. desember nk.
4.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2022 - endurskoðunaráætlun
Framlögð kynning vegna endurskoðunar ársreiknings 2022 sem send er bæjarráði í samræmi við lögum um endurskoðendur og endurskoðun nr. 94/2019, sem tóku gildi 1. janúar 2020. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga ber endurskoðendum m.a. að upplýsa endurskoðunarnefndir um áhættumat og nálgun við endurskoðun ársins. Þar sem endurskoðunarnefndir eru ekki skipaðar gegnir bæjarstjórn því hlutverki.
5.
Heilsukort Fjarðabyggðar
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslur bæjarráðs tillögu um heilsu og fjölskyldukort Fjarðabyggðar.
Bæjarráð vísar tillögunni til deildarstjóra íþróttamála að nýju þar sem áhrif breytinga verði metnar fyrir notendur sem og kostnaðaráhrif þeirra. Þá verði tillaga að gjaldskrám útfærðar sem innifeli fjölskyldu- og heilsukortið og tekið upp með fjárhagsáætlunargerð 2024.
Bæjarráð vísar tillögunni til deildarstjóra íþróttamála að nýju þar sem áhrif breytinga verði metnar fyrir notendur sem og kostnaðaráhrif þeirra. Þá verði tillaga að gjaldskrám útfærðar sem innifeli fjölskyldu- og heilsukortið og tekið upp með fjárhagsáætlunargerð 2024.
6.
Auglýsingasamningur 2021-2023
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar bæjarráðs auglýsingastyrk til Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins.
7.
Fræðslunefnd - 119
Fundargerð 119. fundar fræðslunefndar frá 14. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu
8.
Félagsmálanefnd - 160
Fundargerð 160. fundar félagsmálanefndar frá 13. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu.
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 110
Fundargerð 110. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 14. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu
10.
Barnaverndarnefnd 2022
Framlögð til afgreiðslu fundargerð barnaverndarnefndar frá 13. desember sl.