Bæjarráð
780. fundur
16. janúar 2023
kl.
08:30
-
10:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022 og 2023
Fram lögð tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar vegna 12. gr., sbr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum ásamt breyttu ferli við endurnýjun lóðaleigusamninga.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar og vísar þeim til fyrri umræðu.
Bæjarráð samþykkir breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar og vísar þeim til fyrri umræðu.
2.
Erindisbréf ungmennaráðs
Framlögð drög að nýju erindisbréfi ungmennaráðs Fjarðabyggðar sem leysir af samþykkt sem gilti um ráðið.
Bæjarráð samþykkir drög að ný erindisbréf fyrir ungmennaráð og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að útfæra tillöguna.
Bæjarráð samþykkir drög að ný erindisbréf fyrir ungmennaráð og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að útfæra tillöguna.
3.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2023
Lögð fram tillaga að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir drög húsnæðisáætlunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar. Bæjarráð felur fjármálastjóra að útfæra áætlunina nánar og leiðrétta.
Bæjarráð samþykkir drög húsnæðisáætlunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til fyrri umræðu bæjarstjórnar. Bæjarráð felur fjármálastjóra að útfæra áætlunina nánar og leiðrétta.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Vísað frá fræðslunefnd til bæjarráðs áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar 2023-2025.
Bæjarráð samþykkir áherslur í fræðslu- og frístundamálum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir áherslur í fræðslu- og frístundamálum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5.
Bref til bæjarstjórnar varðand Kirkjuból í Norðfirði
Framlagt bréf frá Axel Jónssyni varðand kaup á jörðinni Kirkjubóli í Norðfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og erindið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og erindið verður tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
6.
Umsókn um íþróttahús Norðfjarðar vegna þorrablóts 2023
Framlagt bréf frá Þorrablótsnefnd Norðfjarðar óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsi Norðfjarðar endurgjaldslaust vegna þorrablóts 2023.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Þorrablótsnefndar, tekið af styrkjapotti til húsaleigu menningarviðburða.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Þorrablótsnefndar, tekið af styrkjapotti til húsaleigu menningarviðburða.
7.
Umsókn um afnot íþróttahús Breiðdals vegna þorrablóts
Framlagt bréf frá Þorrablótsnefnd Breiðdals óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsi Breiðdals vegna þorrablóts þann 25. febrúar.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Þorrablótsnefndar, tekið af styrkjapotti til húsaleigu menningarviðburða.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Þorrablótsnefndar, tekið af styrkjapotti til húsaleigu menningarviðburða.
8.
Drög að reglum um þjónustuíbúðir
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum að breyttum reglum um þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir uppfærðar reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Tillögur að breytingum á gjaldskrá stuðningsþjónustu
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum að breytingum á gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu vegna garðslátts og snjómoksturs.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá frá og með 1. febrúar 2023.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá frá og með 1. febrúar 2023.
10.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Vísað frá stjórn menningarstofu og safnastofnunar minnisblöðum forstöðumanns safnastofnunar og fasteigna- og framkvæmdafulltrúa um ástand Stríðsárasafnsins en lekið hefur inn í húseignina og þar hafa munir orðið fyrir tjóni.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggum sem fóru í óveðri haustið 2022.
Bæjarráð felur framkvæmdasviði að leggja mat á kostnað við endurbyggingu á bröggum sem fóru í óveðri haustið 2022.
11.
Kauptilboð í Austurveg 1 Reyðarfirði
Lögð fram til kynningar riftun á kauptilboði í Austurveg 1 á Reyðarfirði þar sem tilboðsgjafi stóð ekki við tilboðið og eignin er sett í sölumeðferð að nýju.
12.
Kauptilboð í Austurveg 1 Reyðarfirði
Framlagt kauptilboð í fasteignina Austurveg 1 á Reyðarfirði frá Frímönnum ehf.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra frágang skjala vegna sölu eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra frágang skjala vegna sölu eignarinnar.
13.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Fundargerð upplýsingaöryggisnefndar frá 10.1.2023 lögð fram sem trúnaðarmál til kynningar.
14.
Foktjón í september 2022
Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins um að tekin verði saman kostnaður og yfirlit yfir það tjón sem varð á mannvirkjum sveitarfélagsins í óveðrinu þann 25. september 2022. Unnið er að uppgjöri tjóna en eftir er að ljúka viðgerðum og lagfæringum og tjónskostnaður liggur ekki endanlega fyrir en greinargerð verður lögð fyrir bæjarráð þegar hún liggur fyrir.
15.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um stofnun starfshóps um hagræðingaraðgerðir
Framlögð tillaga Sjálfstæðisflokksins um að myndaður verði starfshópur skipaður af fulltrúum í bæjarráði til að vinna skýrslu um mögulegar hagræðingaraðgerðir til lengri og skemmri tíma.
Bæjarráð samþykkir að funda aukalega um hagræðingarmál eftir þörfum og vinna tillögur til lengri og skemmri tíma.
Bæjarráð samþykkir að funda aukalega um hagræðingarmál eftir þörfum og vinna tillögur til lengri og skemmri tíma.
16.
Samráð Lögreglustjóra og Fjarðabyggðar
Farið var yfir verkefni og samstarf sveitarfélagsins og lögreglu í Fjarðabyggð.
17.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tók til umfjöllunar drög að tillögum bæjarstjóra að breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Tillögur lagðar fram sem trúnaðarmál. Tillaga lögð fram i endanlegri mynd á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra ásamt lausum störfum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra ásamt lausum störfum.
18.
Mannvirkja- og veitunefnd - 9
Fundargerð 9. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 11. janúar lögð fram til afgreiðslu.
19.
Fræðslunefnd - 120
Fundargerð 120. fundar fræðslunefndar frá 11. janúar lögð fram til afgreiðslu.
20.
Hafnarstjórn - 289
Fundargerð 289. fundar hafnarstjórnar frá 9. janúar lögð fram til afgreiðslu.
21.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 111
Fundargerð 111. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. janúar lögð fram til afgreiðslu.
22.
Félagsmálanefnd - 161
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11. janúar lögð fram til afgreiðslu.
23.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 14
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. desember sl. lögð fram til afgreiðslu.
24.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 15
Fundargerð 15. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 10. janúar lögð fram til afgreiðslu.
25.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 6
Fundargerð 6. fundar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar frá 10. janúar lögð fram til afgreiðslu.