Bæjarráð
782. fundur
30. janúar 2023
kl.
08:30
-
10:20
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Veikindalaun 2022
Framlögð greinargerð fjármálastjóra um veikindalaun ársins 2022, ásamt tillögu að meðferð kostnaðar við veikindalaun.Tillagan er samþykkt og tekið er á henni í viðauka 5 við fjárhagsáætlun árins 2022.
2.
Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 5
Framlagður viðauki 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Hornafjarðar á Austurlandi lagður fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samningin fyrir sitt leyti, vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar og til kynningar í félagsmálanefnd.
4.
Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími leikskólar
Framlagðar útfærslur að styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um styttingu vinnutímans í leikskólum
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um styttingu vinnutímans í leikskólum
5.
Bref til bæjarstjórnar varðand Kirkjuból í Neskaupstað
Framhald á umræðu varðandi erindi Axels Jónssonar varðandi kaup á jörðinni Kirkjubóli í Norðfirði. Bæjarráð telur að svo stöddu sé ekki ástæða til að ganga til viðræðna um sölu á jörðinni.
6.
Vígsla íþróttahúss á Reyðarfirði 12. febrúar 2023
Framlagt minnisblað vegna kostnaðar sem tilfellur vegna vígsluhátíðar Íþróttahúsins á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir minnisblaðið og kostnaði verður mætt af liðnum óráðstafað.
7.
Erindi varðandi Búðaveg 8, Fáskrúðsfirði - Tempalarinn
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Unnið er að því að auglýsa húsið til sölu og er viðkomandi hvattur til að fylgjast með auglýsingu þar um og senda inn tilboð þá.
8.
735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði lagt fram til samþykktar í auglýsingu.Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að setja deiliskipulagið í auglýsingu og vísar því til afgreiðslu í bæjarstjórn.
9.
Aðalskipulag breyting á skilmálum vegna skógrækt
Framlagðar breytingar á skilmálum vegna skógræktar í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020 - 2040. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingarnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
10.
Deiliskipulag austurhluta Breiðdalsvíkur
Framlagt til kynningar staða mála við vinnu við deiliskipulagi austurhluta Breiðdalsvíkur og niðurstöðum kynningarfundar skipulags- og umhverfisfulltrúa sem haldinn var á Breiðdalsvík 19. janúar sl.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með undirbúning skipulagsins.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með undirbúning skipulagsins.
11.
Umsókn um lóð fyrir bílastæði Strandgata 58
Framlögð lóðaumsókn SM fasteigna um lóð fyrir bílastæði við Strandgötu 58 á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir breytingar á lóðinni að Strandgötu 58.
12.
Umsókn um lóð Búðareyri 10
Framlögð lóðaumsókn HSA vegna Búðareyri 10 á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutunina.
13.
Erindi frá grunnskóla börnum á Fáskrúðsfirði varðandi umferðaröryggi, gangbrautir og lýsingu
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til úrvinnslu í mannvirkja- og veitunefnd.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 917. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
15.
Hafnarstjórn - 290
Fundargerð 290. fundar hafnarstjórnar frá 23. janúar lögð fram til afgreiðslu
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 112
Fundargerð 112. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 23. janúar lögð fram til afgreiðslu
17.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 16
Fundargerð 16. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 24. janúar lögð fram til afgreiðslu