Fara í efni

Bæjarráð

784. fundur
13. febrúar 2023 kl. 08:30 - 10:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Kaup á verkfræði- og arkitektaþjónustu 2018 - 2022
Málsnúmer 2302055
Framlagt til kynningar minnisblað fjármálastjóra með samantekt á kaupum Fjarðabyggðar á arkitekta- og verkfræðiþjónustu á árunum 2018 - 2022. Bæjarráð þakkar fyrir samantektina.
2.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Málsnúmer 1807140
Framlagt sem trúnaðarmál gögn frá opnun tilboða í ljósleiðarkerfi Fjarðabyggðar í Breiðdal. Tilboð voru opnuð þann 10. febrúar 2023. Tvö tilboð bárust í ljósleiðarakerfið.Bæjarráð samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda þegar tilboðin hafa verið yfirfarin. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu og undirrita skjöl þar um.
3.
Erindi frá íbúum við Búðaveg 24
Málsnúmer 2302054
Erindi frá íbúum við Búðaveg 24 á Fáskrúðsfirði vegna hávðamengunar við húsið. Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Erindið var einnig sent á umhverfis- og skipulagsnefnd sem mun fjalla um málið á næsta fundi sínum. Bæjarráð mun bíða umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.
4.
Yfirlýsing sveitarfélags um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 2793
Málsnúmer 2302051
Framlögð beiðni um yfirlýsingu Fjarðabyggðar þess efnis að sveitarfélagið muni ekki nýta sér forkaupsrétt á skipinu Nönnu Ósk II SU 90. Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkaupsrétt að skipinu og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
5.
Umsókn um lóð Hlíðarbrekka 13
Málsnúmer 2302022
Framlögð lóðaumsókn Stefáns Rafns Stefánssonar um lóðina að Hlíðarbrekku 13 á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
6.
Umsókn um lóð Gilsholt 2
Málsnúmer 2302009
Framlögð lóðaumsókn Bjarka Ingasonar um lóðina að Gilsholti 2 á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni og vísar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
7.
Umsókn um breytingar á lóð við Búðareyri 29b á Reyðarfirði
Málsnúmer 2302016
Framlögð umsókn ABC bygginga um breytingar á lóðinni að Búðareyri 29b. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að senda breytingar á lóðinni í grendarkynningu og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

Bæjarráð óskar eftir því við umhverfis- og skipulagsnefnd að málið fari til frekari úrvinnslu áður en það fer til grenndarkynningar og afgreiðslu.
8.
Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023
Málsnúmer 2302044
Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir árið 2023. Eftirfarandi breytingar sem gerðar voru á eldri reglum. Tekin voru út tekju- og eignarviðmið í stað þess er vísað er í leiðbeiningar félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Tekju- og eignaviðmið verða birt undir flipanum gjaldskrá á heimasíðu Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir breytingarnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
9.
Reglur Fjarðabyggðar um frístundastyrk og úthlutun íþróttastyrkja
Málsnúmer 2111076
Vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd tillögu að breytingum að úthlutungarreglum íþrótta- og frístundastyrkja.
Bæjarráð óskar eftir nánari útfærslu frá nefndinni áður en að málið verður afgreitt.
10.
Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi 2023
Málsnúmer 2302047
Framlögð til kynningar stefnumörkun lögreglunar á Austurlandi fyrir árið 2023.
11.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 918. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
12.
Hafnarstjórn - 291
Málsnúmer 2302004F
Fundargerð 291. fundar hafnarstjórnar frá 6. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 113
Málsnúmer 2302002F
Fundargerð 113. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 6. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
14.
Félagsmálanefnd - 162
Málsnúmer 2301024F
Fundargerð 162. fundar félagsmálanefndar frá 7. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
15.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 17
Málsnúmer 2301020F
Fundargerð 17. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fundargerðina.