Fara í efni

Bæjarráð

785. fundur
20. febrúar 2023 kl. 08:30 - 10:40
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson Forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Málsnúmer 2302021
Framlögð tillaga að breytingum á Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar. Mannvirkja- og veitunefnd og umhverfis- og skipulagsnefnd hafa samþykkt framlagðar tillögur fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykktir framlagðar tillögur að breytingum á Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar.
2.
Kynning frá Sparisjóði Austurlands
Málsnúmer 2302119
Umræða um málefni Sparisjóðs Austurlands.
3.
Viljayfirlýsing við AHA Bygg
Málsnúmer 2302120
Framlögð sem trúnaðarmál drög að viljayfirlýsingu við byggingarfélagið AHA Bygg. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur forstöðumanni stjórnsýslu- og upplýsingamála að ganga frá málinu og bæjarstjóra undirritun hennar.
4.
Íbúakönnun 2022
Málsnúmer 2211014
Framlagðar niðurstöður íbúakönnunar sem framkvæmda var í desember 2022 ásamt minnisblaði forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála. Bæjarráð telur að könnunin leiði í ljós ýmis tækifæri til úrbóta í þjónustu sveitarfélagsins. Bæjarráð mun taka könnunina til frekar úrvinnslu á næstunni og felur forstöðumanni stjórnsýslu- og upplýsingamála að vinna málið áfram.
5.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
HMS hefur kynnt að á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í fyrstu úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Einnig framlagðar til kynningar samþykkt húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2023 og reglur um stofnframlög til almennra íbúða.

Bæjarráð samþykkir að sótt verði um stofnframlög þegar þar að kemur í samvinnu við Brák og málið verði lagt fyrir bæjarráð að nýju.
6.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 55 lögð fram til kynningar
7.
Fræðslunefnd - 121
Málsnúmer 2302006F
Fundargerð fræðslunefndar frá 15. febrúar lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir fundargerðina.
8.
Mannvirkja- og veitunefnd - 11
Málsnúmer 2302011F
Fundargerð 11. fundar frá 17. febrúar Mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir fundargerðina.
9.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 18
Málsnúmer 2302007F
Fundargerð 17. fundar umhvefis- og skipulagsnefndar frá 17. febrúar lögð fram til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir fundargerðina.