Bæjarráð
786. fundur
27. febrúar 2023
kl.
08:30
-
13:05
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Skráning fasteigna í Fannardal
Fyrir þessum fundi liggja tölvupóstar frá Hákoni Björnssyni vegna skráningu fasteigna í Fannardal, ásamt minnisblaði fjármálastjóra með samantekt varðandi málið.
Í minnisblaði fjármálastjóra sem liggur fyrir fundinum er málið rakið, allt frá því að það kom fyrst til árið 2006. Samkvæmt því sem þar kemur fram var landeiganda þá strax veitt bráðabirgðaleyfi fyrir umræddum sumarhúsum í landi Fannardals. Langvinnar deilur landeiganda við sveitarfélagið gerðu það síðan að verkum að vinna við deiliskipulag jarðarinnar dróst á langinn, og þar af leiðandi var ekki hægt að ljúka skráningu eigna á svæðinu fyrr en 2018, þegar deiliskipulag svæðisins var samþykkt. Jón Björn Hákonarson hafði enga aðkomu að þeim deilum, var ekki á neinum tímapunkti eigandi jarðarinnar og gat því lítið aðhafst til að ljúka skráningu á sínu húsi.
Jón Björn Hákonarson hefur lýst yfir vilja sínum til að greiða fasteignagjöld af sumarhúsi sínu, afturvirkt. Samkvæmt lögum um álagningu og greiðslu fasteignagjalda ber eiganda fasteignar einungis að greiða fasteignagjöld frá og með skráningardegi eignar. Samkvæmt minnisblaði fjármálastjóra hefur það orðið að samkomulagi að Jón Björn muni greiða fasteignagjöld afturvirkt frá þeim tíma sem samþykkt deiliskipulag lá fyrir. Um er að ræða fasteignagjöld fyrir árin 2019, 2020, 2021 og 2022 samtals að upphæð 72.504 kr.sem er í samræmi við álagningu miðað við fasteignarmat útgefið af HMS.
Í minnisblaði fjármálastjóra sem liggur fyrir fundinum er málið rakið, allt frá því að það kom fyrst til árið 2006. Samkvæmt því sem þar kemur fram var landeiganda þá strax veitt bráðabirgðaleyfi fyrir umræddum sumarhúsum í landi Fannardals. Langvinnar deilur landeiganda við sveitarfélagið gerðu það síðan að verkum að vinna við deiliskipulag jarðarinnar dróst á langinn, og þar af leiðandi var ekki hægt að ljúka skráningu eigna á svæðinu fyrr en 2018, þegar deiliskipulag svæðisins var samþykkt. Jón Björn Hákonarson hafði enga aðkomu að þeim deilum, var ekki á neinum tímapunkti eigandi jarðarinnar og gat því lítið aðhafst til að ljúka skráningu á sínu húsi.
Jón Björn Hákonarson hefur lýst yfir vilja sínum til að greiða fasteignagjöld af sumarhúsi sínu, afturvirkt. Samkvæmt lögum um álagningu og greiðslu fasteignagjalda ber eiganda fasteignar einungis að greiða fasteignagjöld frá og með skráningardegi eignar. Samkvæmt minnisblaði fjármálastjóra hefur það orðið að samkomulagi að Jón Björn muni greiða fasteignagjöld afturvirkt frá þeim tíma sem samþykkt deiliskipulag lá fyrir. Um er að ræða fasteignagjöld fyrir árin 2019, 2020, 2021 og 2022 samtals að upphæð 72.504 kr.sem er í samræmi við álagningu miðað við fasteignarmat útgefið af HMS.
2.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
Atvinnu og þróunarstjóri kom á fundinn og kynnti þær umsóknir sem lagðar voru inn til Fiskeldissjóð fyrir starfsárið 2023. Bæjarráð þakkar atvinnu- og þróunarstjóra fyrir kynninguna og vinnu við umsóknir.
3.
Tjaldsvæði 2022
Framlagður til kynningar viðauki við samning um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Viðaukinn felur í sér að gildistími samningsins er styttur, og mun núverandi samningur renna út í október 2023 í stað apríl 2024. Bæjarstjóra falið að undirrita viðaukann.
4.
Aðalskipulag breyting vegna skógræktar
Tillaga breytingum á skilmálum landflokksins "Landbúnaðarland" í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna stærðar á skógrækt unnið af Alta. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna á vinnslustigi og vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir að senda breytingu á Aðalskipulaginu til auglýsingar og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn
5.
Umsókn um lóð Borgarnaust 5
Framlögð lóðaumsókn Nípukolls ehf. vegna lóðarinnar að Borgnarnaust 5 í Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaúthlutunina fyrir sitt leyti. Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar.
6.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd Deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Oddsskarði til samþykktar og svör við athugasemdum sem bárust á aulýsingatíma. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur svarað athugasemdum og samþykkt skipulagið fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir skipulagið og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Opinber heimsókn forsetahjónanna til Fjarðabyggðar 2023
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála varðandi opinbera heimsókn forseta Íslands til Fjarðabyggðar. Staðfest er að heimsóknin fer fram dagana 13. - 15. apríl 2023. Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu- og upplýsingamála og upplýsingafulltrúa að hafa yfirumsjón með undirbúningi heimsóknarinnar.
8.
Almannavarnir 2023
Framlögð til kynningar tilkynning frá almannavarnarnefnd frá 22. febrúar varðandi stöðu mála við Öskju.
9.
Starfsmannamál
Fært til trúnaðarmálabókar.
10.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Fundargerð Samtaka Orkusveitarfélaga nr. 56 frá 17. febrúar lögð fram til kynningar.
10.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 19
Fundargerð 19. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 21. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð staðfestir fundargerðina.
11.
Hafnarstjórn - 292
Fundargerð 291. fundar hafnarstjórnar frá 20. febrúar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð staðfestir fundargerðina.