Fara í efni

Bæjarráð

787. fundur
6. mars 2023 kl. 08:30 - 10:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Starfslok bæjarstjóra
Málsnúmer 2303026
Framlagður tölvupóstur Jóns Björns Hákonarsonar þar sem hann segir upp starfi sínu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2022 - 2026.
Bæjarráð samþykkir starfslok bæjarstjóra og felur formanni bæjarráðs ásamt bæjarritara að ganga frá uppgjöri starfsloka að loknum starfstíma. Jafnhliða sækir Jón Björn eftir leyfi sem bæjarfulltrúi í sex mánuði frá 1. apríl nk.

Auk þess verða þær breytingar að Birgir Jónsson tekur við sem forseti bæjarstjórnar af Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttir á næsta fundi bæjarstjórnar.
2.
Þróun hafnarsvæða
Málsnúmer 2108027
Tekin umfjöllun um atvinnumál. Tekið fyrir sem trúnaðarmál. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Sala á Búðarvegi 8 - Templarinn
Málsnúmer 2002096
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á þremur tilboðum í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði eða Templarann. Eignin var auglýst til sölu í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 3. október 2022.
4.
Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Tinna og Sindri
Málsnúmer 2303014
Lagt fram kauptilboð Tinnu Hrannar og Sindra Má Smárabörnum í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur ákveðið að taka öðru tilboði.
5.
Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Krzyszof Edmund ofl
Málsnúmer 2303013
Lagt fram kauptilboð Kryxysztof Edmund Madejski ofl. f.h. óstofnaðs félags í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur fjármálastjóra frágang málsins og bæjarstjóra undirritun skjala sem það varða.
6.
Tilboð í Búðarveg 8 Templarann - Reisugil ehf.
Málsnúmer 2303012
Lagt fram kauptilboð Reisugils ehf. (Guðrúnar Æsu Ingólfsdóttur) í Búðarveg 8 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð hefur ákveðið að taka öðru tilboði.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 919. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
8.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 57. lögð fram til kynningar