Fara í efni

Bæjarráð

792. fundur
3. apríl 2023 kl. 08:30 - 10:20
Nesskóla í Neskaupstað
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ofanflóðahætta og snjóflóðin í Fjarðabyggð - Mars 2023
Málsnúmer 2303415
Farið yfir stöðu mála í kjölfar snjóflóða og ofanflóðahættu í Fjarðabyggð síðustu daga.
Bæjarráð þakkar fyrir þær kveðjur og hlýhug sem borist hafa sveitarfélaginu og íbúum þess á síðustu dögum. Þeir fjölmörgu einstaklingar og björgunarsveitir sem komið hafa að aðgerðum í sveitarfélaginu vegna ofanflóða á síðustu dögum eiga mikið hrós skilið fyrir ómetanlegt framlag við erfiðar aðstæður. Mikilvægi ofanflóðavarna í Neskaupstað kom greinilega í ljós í vikunni sem leið þar sem garðarnir sönnuðu gildi sitt. Nú þegar hönnun síðasta hluta varnargarðsins í Neskaupstað liggur fyrir er mikilvægt að tryggja að ferli útboðs geti hafist sem fyrst. Bæjarráð hefur þegar hafið samtal við stjórnvöld um að flýta framkvæmdum og útboði. Bæjarráð Fjarðabyggðar, sem og íbúar sveitarfélagsins, treysta á að ekki standi á því að hefja útboð og framkvæmdir sem fyrst.
2.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Málsnúmer 2303238
Framlögð tilboð sem borist hafa í stöðuúttekt stjórnsýslu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð óskar eftir að fá Deloitte á fund bæjarráðs.
3.
Beiðni um fjarstyrk vegna Hjólabókinn - 7 Austurland
Málsnúmer 2303269
Styrkbeiðni Ómars Smára Kristinssonar vegna útgáfu og ferð bókarinnar "Hjólabókin 7 - Austurland"
Bæjarráð tekur vel í erindi og vísar því til forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála.