Fara í efni

Bæjarráð

793. fundur
5. apríl 2023 kl. 09:00 - 11:30
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Ofanflóðahætta í Fjarðabyggð - Mars 2023
Málsnúmer 2303415
Haldinn var stöðufundur með fulltrúum þjónustumiðstöðvar almannavarna á Norðfirði þar sem farið var yfir verkefni sem unnið hefur verið að frá því miðstöðin hóf rekstur. Jafnframt var farið yfir verkefni Náttúruhamfaratrygginga vegna vettvangsins og samskipti við íbúa vegna tjónamats ofl.
2.
Aðalfundur SSA 2023
Málsnúmer 2304010
Boðað til 57. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Verður fundurinn haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 3. maí nk. og hefst hann kl. 10:00.
3.
Breyting á verðskrá vegna gufubaðsklúbba í sundlaugum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2303407
Stefán Þór Eysteinsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd tillögu að breytingu á gjaldskrá sundlauga vegna gufubaðsklúbba.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar gjaldskrána.