Fara í efni

Bæjarráð

797. fundur
2. maí 2023 kl. 08:30 - 11:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Búsetuúrræði-Trúnaðarmál
Málsnúmer 2301106
Framlagt sem trúnaðarmál minnisblað um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að málinu á grundvelli minnisblaðs.
2.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Málsnúmer 2303238
Framlögð drög að ráðningabréfi Deloitte vegna stöðuúttektar á stjórnsýslu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
3.
Vegna kæru á hljóðmön - krafa um endurgreiðslu málskostnaðar.
Málsnúmer 2304306
Framlagt bréf vegna kröfu um endurgreiðslu málskostnaðar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
4.
Málefni brothættra byggða
Málsnúmer 2103191
Verkefnastjóri brothættra byggða fór yfir verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður.
5.
Suðurlandsvegur við Breiðamerkurlón
Málsnúmer 2304207
Framlagt til kynningar erindi Guðmundar G. Norðdhal vegna Suðurlandsvegar við Breiðamerkurlón
6.
Erindi vegna stöðu skjalasafns Norðfjarðar
Málsnúmer 2304217
Framlagt til kynningar erindi Áslaugar Lárusdóttur vegna Skjalasafns Norðfjarðar.
Á fjárfestingaráætlun ársins er gert ráð fyrir lokaáfanga byggingar skjalasafnsins að Þiljuvöllum á Norðfirði og hillir undir flutning skjalasafnsins í varanlegt húsnæði.
Vísað til stjórnar Menningarstofu og Safnastofnunar.
7.
Aðalfundarboð 2023 - Olíusamlagið
Málsnúmer 2304247
Framlagt fundarboð vegna aðalfundar Olíusamlags Útvegsmanna í Neskaupstað sem haldinn er 5. maí.
Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Þór Eysteinssyni formanni bæjarráðs að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
8.
Til umsagnar 945. mál um kosningalög frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2304258
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sent til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl., 945. mál. Umsagnarfrestur er til 10. maí nk.
Vísað til formanns yfirkjörstjórnar Fjarðabyggðar.
9.
Þróun hafnarsvæða
Málsnúmer 2108027
Framlagt sem trúnaðarmál.
10.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
Framlagðar til staðfestingar 3 umsóknir Fjarðabyggðar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlög f.h. Brákar íbúðafélags hses vegna byggingar 12 íbúða á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Jafnframt er lagt til að Fjarðabyggð samþykki veitingu stofnframlaganna í samræmi við minnisblað.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið stofnframlag og umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
11.
Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 21.apríl 2023
Málsnúmer 2304053
Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.
12.
Skólavegur 70A Fáskrúðsfirði - sala lóðarréttinda
Málsnúmer 2304286
Framlögð beiðni frá Minjavernd um heimild til að selja lóðarréttindi vegna Skólavegar 70A og gerð nýs lóðarleigusamnings.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
13.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Málsnúmer 2011203
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd tekur til umfjöllunar tillögur bæjarstjóra að breytingum á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og felur honum úrvinnslu tillögunnar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
14.
Ráðning sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs
Málsnúmer 2304288
Framlögð tillaga bæjarstjóra um starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Bæjarstjóri leggur til að Svani Frey Árnasyni verði falið starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs til eins árs.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
15.
Viðauki um samning um kaup á malbikunarþjónustu
Málsnúmer 2304231
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd sem trúnaðarmáli viðauka við samning um malbikunarstöð frá 25.2.2020 vegna efnistöku í Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
16.
Samskiptastefna 2022-2026
Málsnúmer 2210143
Framlögð minnisblöð upplýsingafulltrúa varðandi stefnu innri samskipta og samskipta-og vefstefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir stefnur fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Stefnur verði settar til árs til að byrja með og endurskoðaðar að þeim tíma liðnum.
17.
Yfirtaka á gjafasjóðum vegna Hulduhlíðar
Málsnúmer 2304304
Ragnar Sigurðsson vék af fundi við umfjöllu og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagður tölvupóstur frá Góðvinum Hulduhlíðar þar sem óskað er eftir að félagið yfirtaki gjafasjóði Hulduhlíðar sem eru í fórum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að afhenda sjóðina Góðvinum Hulduhlíðar til ráðstöfunar.
18.
Fundagerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2023
Málsnúmer 2304305
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands lögð fram til kynningar.