Fara í efni

Bæjarráð

798. fundur
5. maí 2023 kl. 11:00 - 12:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Vallavinnusamningur 2023-2025
Málsnúmer 2303428
Framlögð drög að samningi um rekstur knattspyrnuvalla við Knattspyrnufélag Austfjarða.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Eskifjarðarvöllur - uppbygging og staða
Málsnúmer 2002143
Umræða um stöðu mála á Eskifjarðarvelli.
Vísað til mannvirkja og veitunefndar.
3.
Umsókn um lóð Litlagerði 1
Málsnúmer 2304244
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Búðinga ehf. um lóðina að Litlagerði 1 á Reyðarfirði
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4.
Umsókn um lóð Búðavegur 57
Málsnúmer 2304232
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Sveins Óskars Sigurðssonar ehf. um lóðina að Búðavegi 57 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2023
Málsnúmer 2305025
Framlagt fundarboð Aðalfundar Fiskmarkaðs Austurlands 2023 sem haldinn verður 16. maí 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með fullt og ótakmarkað umboð á fundinum. Bæjarstjóri og fjármálastjóri sækja fundinn.
6.
Ársfundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands 25. maí
Málsnúmer 2305028
Framlagt til kynningar boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem fram fer 25. maí. Fundurinn er opinn og verður streymt.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 925. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar
8.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð 61. og 62. fundar Orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 117
Málsnúmer 2304023F
Fundargerð 117. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 2. maí lögð fram til afgreiðslu.
10.
Hafnarstjórn - 294
Málsnúmer 2304022F
Fundargerð 294. fundar hafnarstjórnar frá 2. maí lögð fram til afgreiðslu.
11.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 25
Málsnúmer 2304020F
Fundargerð 25. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 2. maí lögð fram til afgreiðslu.
12.
Starfsmannamál
Málsnúmer 2305037
Starfsmannamál fært til trúnaðarmálabókar.