Fara í efni

Bæjarráð

799. fundur
15. maí 2023 kl. 08:30 - 12:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2303071
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur Fjarðabyggðar fyrstu 3 mánuði ársins ásamt deildayfirliti.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunarvinnu árið 2024.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
3.
Lántaka á árinu 2023
Málsnúmer 2305063
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um þörf á fjármögnun fjárfestinga og rekstrar Fjarðabyggðar ásamt drögum að lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að tekið verði lán að fjárhæð 500 milljónir kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga sbr. framlagða tillögu. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Láninu er ætlað að styrkja sjóðsstöðu sveitarfélagsins og lækka yfirdrátt. Lántökunni er jafnframt vísað til gerðar viðauka.
4.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Vísað frá stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar til bæjarráðs tillögu um forvörslu muna Stríðsárasafnsins vegna lokunar safnsins og sýningu þess sumarið 2023 við Ægisgötu á Reyðarfirði en áætlaður kostnaður nemur um 4 milljónum kr.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar en kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21-690.
5.
Tillaga að tilfærslu kostnaðar vegna troðaravinnu í Oddsskarði.
Málsnúmer 2305045
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um tilfærslu kostnaðar á skíðasvæðinu í Oddskarði.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
6.
Starfshópur vegna stefnumótun íþróttamannvirkja
Málsnúmer 2303018
Farið yfir hlutverk starfshóps um mat á viðhaldsþörf og stefnumótun íþróttamannvirkja. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur tilnefnt Arndísi Báru Pétursdóttur, Kristinn Magnússon og Þórdísi Mjöll Benediktsdóttur sem fulltrúa í hópinn. Starfsmenn hópsins eru tilnefnd Laufey Þórðardóttir og Magnús Árni Gunnarsson en nefndin leggur til að jafnframt verð fulltrúi frá framkvæmdasviði í hópnum.
Bæjaráð samþykkir að tilnefnda verkefnastjóra viðhalds fasteigna sem fulltrúa framkvæmdasviðs í hópinn og felur bæjarritara að útfæra erindisbréf og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
7.
Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023
Málsnúmer 2305083
Lagt fram til kynningar áherslur eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi eftirlit með fjármálum svetarfélaga á árinu 2023.
8.
Vegna kæru á hljóðmön - krafa um endurgreiðslu málskostnaðar.
Málsnúmer 2304306
Tekið fyrir að nýju bréf vegna kröfu um endurgreiðslu málskostnaðar.
Bæjarráð hafnar kröfu um greiðslu málskostnaðar.
9.
Rásfundur fyrir forsetakosningar 2024
Málsnúmer 2305054
Framlagt fundarboð á Rásfund landkjörstjórnar fyrir forsetakosningar 2024.
Bæjarráð felur formanni yfirskjörstjórnar að taka þátt í fundinum.
10.
Heimild til nýtingar varpstaða
Málsnúmer 2304302
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og frekari skoðunar bæjarráðs nýtingu varpstaða í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að heimild sem veitt var á árinu 2019 gildi út árið 2023. Ekki voru gerðar athugasemdir árið 2019 við að umrædd varpsvæði yrðu nýtt en það verði án allra takmarkana á annarri nýtingu eða umgengni um svæðin. Heimildin falli niður 31.12.2023. Jafnframt verði svæðið ekki boðið út heldur verði umrætt landsvæði sem almennt land í eigu Fjarðabyggðar án heimilda til nota af neinu tagi og sé opið almenningi.
11.
Ungmennaráð 2022
Málsnúmer 2203101
Vísað frá bæjarstjórn til bæjarráðs tillögu ungmennaráðs um breytingu á starfstíma fulltrúa í ungmennaráði sbr. 5. gr. erindisbréfs ráðsins.
Vísað til bæjarritara og tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
12.
Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll
Málsnúmer 2305106
Framlögð til kynningar tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll.
Vísað til bæjarritara og deildarstjóra íþróttamannvirkja auk umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.
13.
Lóðaúthlutanir til Alvis Five Stars Cap á Reyðarfirði
Málsnúmer 2305101
Fjármálastjóri og skipulags- og umhverfisfulltrúi leggja til að loknum viðræðum við SIA Five Stars Caps að lóðunum að Búðarmel 17 - 31 á Reyðarfirði verði úthlutað til fyrirtækisins ásamt því að samkomulag verði gert við umsækjanda um rétt Fjaraðbyggðar til afturköllunar lóðaúthlutana.
Bæjarráð samþykkir að samkomulag verði gert um úthlutun lóðanna og felur bæjarstjóra undirritun samnings.
14.
Umsókn um lóð Búðarmelur 25
Málsnúmer 2303383
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 25 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
15.
Umsókn um lóð Búðarmelur 21
Málsnúmer 2303381
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 21 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
16.
Umsókn um lóð Búðarmelur 31
Málsnúmer 2303384
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 31 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
17.
Umsókn um lóð Búðarmelur 27
Málsnúmer 2303411
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 27 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
18.
Umsókn um lóð Búðarmelur 29
Málsnúmer 2303412
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 29 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
19.
Umsókn um lóð Búðarmelur 17
Málsnúmer 2303379
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 17 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
20.
Umsókn um lóð Búðarmelur 23
Málsnúmer 2303382
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 23 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
21.
Umsókn um lóð Búðarmelur 19
Málsnúmer 2303380
Tekin fyrir að nýju lóðaumsókn Five Stars Cap um lóðina að Búðarmel 19 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni að samningi frágengnum.
22.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 8
Málsnúmer 2305001F
Fundargerð 8. fundar stjórnar Menningarstofu- og safnastofnunar lögð fram til afgreiðslu.
23.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 118
Málsnúmer 2305004F
Fundargerð 118. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu.