Fara í efni

Bæjarráð

800. fundur
22. maí 2023 kl. 08:30 - 11:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Haraldur L Haraldsson Upplýsingafulltrúi
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 2
Málsnúmer 2305152
Framlagður viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 vegna fjármögnunar með lántöku.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Fyrirspurn um húsnæðisuppbyggingu á Stöðvarfirði.
Málsnúmer 2305140
Framlagt erindi frá Íbúasamtökum Stöðvarfjarðar og Sterks Stöðvarfjarðar varðandi húsnæðismál á Stöðvarfirði.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjármálastjóra. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
3.
Reglur um lóðarúthlutanir
Málsnúmer 2302135
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs drög að nýjum reglum um lóðarúthlutanir.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
4.
Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli
Málsnúmer 2305149
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 100/2023 - "Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli".
Bæjarráð felur bæjarritara að móta umsögn og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
5.
Kirkjuból í Norðfjarðarsveit - ábúð
Málsnúmer 2301049
Tekin umræða um framtíð ábúðar á jörðinni Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit.
Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við málsaðila.
6.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
Málsnúmer 2301137
Framlögð niðurstaða úthlutunar úr Fiskeldisjóði fyrir árið 2023.
Úthlutun styrkja úr Fiskeldissjóð 2023 undirstrikar enn og aftur mikilvægi þess að innheimta af gjöldum sem verða til af fiskeldi í sjó renni beint til sveitarfélagana sem hana hýsa svo hægt sé að nýta þá í viðeigandi innviðauppbyggingu. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum að áfram sé lagt upp með starfsemi fiskeldissjóðs og ítrekar þá skoðun sína að leggja ætti niður sjóðinn.
7.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Málsnúmer 2303368
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd drögum að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag vegna ofanflóða varna Nes- og Bakkagilja.
Bæjarráð samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Umsókn um lóð Lyngbakki 2
Málsnúmer 2305079
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðarumsókns Nestaks ehf. um lóðina Lyngbakka 2. Nefndin hefur samþykkt úthlutunina með fyrirvara um breytingu á byggingarreit og aðkomu að húsinu.
Bæjarráð samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti.
9.
Umsókn um lóð Ægisgata 5
Málsnúmer 2305108
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðarumsókn ABC byggingar ehf. um lóðina Ægisgötu 5 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun á lóðinni.
10.
Rafrænt aðgengi íþróttamiðstöðva utan opnunartíma
Málsnúmer 2305103
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd tillögu um kaup á rafrænni aðgangasstýringu fyrir líkamsræktir Fjarðabyggðar og beiðni um viðbótarfjármagn að fjárhæð 1,1 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að veita af liðnum óráðstafað 21690 fjármagn til kaupa á aðgangsstýringu.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
11.
Breytingar á reglugerð um náttúruhamfaratryggingu Íslands
Málsnúmer 2305138
Framlögð drög að breytingum á reglugerð um Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir málið og skila inn umsögn ef þarf.

12.
Prófun almannavarnarboða
Málsnúmer 2305151
Lögreglustjórinn á Austurlandi og Neyðarlínan í samstarfi vð Fjarðabyggð og Almannavarnir gera prófanir á boðunarkerfi á Norðfirði 24. maí til að bæta boðun rýminga. Fram lagt og kynnt.
13.
Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrsluna
Málsnúmer 2305139
Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um skýrsluna "Vindorka - valkostir og greining" lögð fram til kynningar.

14.
Uppfærsla á tækjum í líkamsræktum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2305096
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til kynningar bæjarráðs tillögu um uppfærslu á tækjabúnaði í líkamsræktum Fjarðabyggðar. Tæki yrði uppfærð innan fjárhagsramma næstu þriggja ára.
15.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 63 lögð fram til kynningar
16.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 64 lögð fram til kynningar
17.
Starfshópur vegna íþróttamannvirkja
Málsnúmer 2303018
Framlögð drög erindisbréfs starfshóps um íþróttamannvirki og framtíðarstefnumótun í íþróttamálum í Fjarðabyggð til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.
18.
Sameining ferðavefa undir visitausturland.is
Málsnúmer 2305153
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa varðandi sameiningu ferðavefa undir visitausturland.is
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að hefja samtal við Austurbrú á grundvelli minnisblaðs.
19.
Hafnarstjórn - 295
Málsnúmer 2305011F
Fundargerð 295. fundar hafnarstjórnar frá 15. maí lögð fram til afgreiðslu
20.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 119
Málsnúmer 2305010F
Fundargerð 119. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 16. maí lögð fram til afgreiðslu
21.
Fræðslunefnd - 125
Málsnúmer 2305005F
Fundargerð 125. fundar fræðslunefndar frá 17. maí lögð fram til afgreiðslu.
22.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 26
Málsnúmer 2305006F
Fundargerð 26. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu
23.
Mannvirkja- og veitunefnd - 14
Málsnúmer 2305013F
Fundargerð 14. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 17. maí lögð fram til afgreiðslu.
24.
Ungmennaráð - 6
Málsnúmer 2304010F
Fundargerð ungmennaráðs frá 13. apríl lögð fram til afgreiðslu.