Fara í efni

Bæjarráð

803. fundur
12. júní 2023 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2303071
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur Fjarðabyggðar fyrstu 4 mánuði ársins.
2.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Málsnúmer 2301057
Vísað frá mannvirkja og veitunefnd drögum að kostnaðar- og verkáætlun vegna Eskifjarðarskóla. Bæjarráð samþykkir að hefja framkvæmdir við Eskifjarðarskóla á grundvelli þessara áætlana, en óskar eftir að kostnaðaráætlun verði uppfærð áður en hún verður endanlega samþykkt.
3.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2024
Málsnúmer 2306040
Framlögð breiðni Verkmenntaskóla Austurlands um styrk vegna Tæknidags VA 2024. Bæjarráð samþykkir að styrkja VA vegna Tæknidagsins sem nemur leigu á íþróttahúsinu í Neskaupstað.
4.
Viðauki í barnavernd
Málsnúmer 2306052
Vísað frá félagsmálanefnd minnisblaði stjórnanda félagsþjónustu og barnaverndar um beiðni um viðauka vegna barnaverndar. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að hefja vinnu við gerð viðauka á grundvelli minnisblaðsins.
5.
Breytingar á reglugerð um náttúruhamfaratryggingu Íslands
Málsnúmer 2305138
Framlögð til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög reglugerðar um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Jafnfram er boðið uppá þátttöku í samráðsfundi með ráðuneytinu um reglugerðina. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka þátt í fundinum fyrir hönd Fjarðabyggðar.
6.
Ársfundur Brákar 2023
Málsnúmer 2306056
Framlagt fundarboð á Ársfund íbúaðafélagsins Brákar sf. sem fram fer þriðjudaginn 20. júní kl. 14:00. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka þátt í fundinum fyrir hönd Fjarðabyggðar.
7.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf. 2023
Málsnúmer 2306057
Framlagt aðalfundarboð Sparisjóðs Austurlands 2023. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 22. júní kl. 16:00. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að sitja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
8.
Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Málsnúmer 2305266
Heimsókn bæjarráðs til Slökkvilið Fjarðabyggðar kl. 10:30
9.
Hafnarstjórn - 296
Málsnúmer 2306002F
Fundargerð 126. fundar hafnarstjórnar frá 6. júní lögð fram til umfjöllunar
10.
Mannvirkja- og veitunefnd - 15
Málsnúmer 2306006F
Fundargerð 15. fundar mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til umfjöllunar.
11.
Félagsmálanefnd - 166
Málsnúmer 2305020F
Fundargerð 166. fundar félagsmálanefndar frá 5. júní lögð fram til umfjöllunar og afgreiðlsu
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 120
Málsnúmer 2305014F
Fundargerð 120. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu