Fara í efni

Bæjarráð

804. fundur
26. júní 2023 kl. 08:30 - 13:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Birgir Jónsson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fasteignamat 2024
Málsnúmer 2306071
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um breytingu á fasteignamati 2024 í Fjarðabyggð og möguleg áhrif þess á fasteignagjaldatekjur Fjarðabyggðar. Einnig yfirlit Byggðastofnunar um fasteignamat og fasteignagjöld árið 2023.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Lagður fram listi yfir fasteignir Fjarðabyggðar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar og fagnefnda.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Lögð fram samantekt fjármálastjóra á hugmyndum og tillögum nefnda um breytingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024
Málsnúmer 2305069
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs fyrir árið 2023.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
Málsnúmer 2305047
Vísað frá íþrótta- tómstundanefnd drögum að starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Málsnúmer 2305073
Vísað frá hafnarstjórn til umfjöllunar bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Málsnúmer 2305071
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til umfjöllunar bæjarráðs drögum að starf- og og fjárhagsáætlun nefndarinnar 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
Málsnúmer 2305070
Vísað frá félagsmálanefnd til umfjöllunar bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
Málsnúmer 2305048
Vísað frá fræðslunefnd til umfjöllunar bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Málsnúmer 2305067
Vísað frá stjórn- menningarstofu og safnastofnunar til umfjöllunar bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
11.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Framlagt erindi Ívars Ingimarsson og Hrefnu Arnarsdóttur frá 11. júní vegna smölunar á ágangsfé í landi Óseyrar á Stöðvarfirði. Jafnframt er framlagt erindi Lögreglustjórans á Austurlandi um ágang búfjár.
Bæjarráð vísar erindi til fjallskilanefndar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að senda Sambandi íslenskra sveitarfélagi erindi um gerð verklegsreglna á grunni álits innviðaráðuneytis um ágang búfjár og svara erindi lögreglustjórans.
12.
Bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar lausaganga búfjár
Málsnúmer 2306077
Framlagt erindi Kristjans Beekmann þar sem skorað er á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að banna verði lagt við lausagöngu búfjár í Fjarðabyggð.
Bæjarráð vísar til núgildandi samþykktar um búfjárhald í Fjarðabyggð. Erindi er fram lagt og kynnt.
13.
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og stækkun á lóð
Málsnúmer 2304226
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Nes 1 þar sem lóð að Hjallaleiru 1 er stækkuð til austurs. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti.
Bæjarráð staðfestir óverulega breytingu deiliskipulags með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
14.
Umsókn Súlunnar um afnot af íþróttahúsinu á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306093
Framlagt erindi frá Ungmennafélaginu Súlunni á Stöðvarfirði þar sem óskað er eftir að fá íþróttahúsið á Stöðvarfirði til afnota, gjaldfrjálst, vegna dansleiks þann 7. júlí 2023.
Bæjarráð samþykkir að styrkja ungmennafélagið sem nemi afnotum af íþróttahúsinu.
15.
Erindi um samþykki á yfirfærslu Hitaveitu Fjarðabyggðar í einkahlutafélag
Málsnúmer 2301052
Lögð fram til kynningar samskipti vegna umsóknar um að breyta rekstri Hitaveitunnar í einkahlutafélag.
16.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
Lagðar fram til kynningar samþykktir HMS um stofnframlög til þriggja verkefna í Fjarðabyggð. Verkefnin verða unnin í samráði við Brák íbúðafélag hses.
Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
17.
Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 2306081
Drög að samgömguáætlun 2024 - 2038 liggja fyrir í samráðsgátt. Frestur til að skila umsögn er til 31. júlí 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að umsögn.
18.
Boð Matvælaráðuneytisins til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis
Málsnúmer 2304174
Í kjölfar fundar matvælaráðuneytinsins um "Stefnumótun í lagareldi til árins 2040" hefur hagaðilum verið gefin kostur á að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri. Þess er óskað að það berist eigi síðar en 10. júlí nk.
Atvinnu- og þróunarstjóra falið að leggja fram umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.
19.
Ábendingakerfi 2024
Málsnúmer 2306158
Yfirferð yfir stöðu mála varðandi ábendingakerfi Fjarðabyggðar. Farið yfir svörun úr kerfinu og verkeferla við afgreiðslu erinda.
Vísað til frekari vinnslu og eftirfylgni hjá sviðsstjórum.
20.
Fyrirspurn um húsnæðisuppbyggingu á Stöðvarfirði.
Málsnúmer 2305140
Eftirfylgni á erindi íbúasamtaka Stöðvarfjarðar varðandi húsnæðismál í Stöðvarfirði.
21.
Járn- og bílhræ.
Málsnúmer 2306109
Framlagt erindi sem sent var til bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð í tölvupósti og varðar járnarusl og bílhræ.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
22.
Sorphirða og sorpförgun í Fjarðabyggð 2021-2025
Málsnúmer 1909099
Farið yfir gildandi samninga varðandi sorphirðu og endurvinnslu úrgangs í Fjarðabyggð.
Málið tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs með verkefnastjóra umhverfismála.
23.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 929. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar
24.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 930. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
25.
Hafnarstjórn - 297
Málsnúmer 2306016F
Fundargerð 297. fundar hafnarstjórnar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð hafnarstjórnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
26.
Fræðslunefnd - 127
Málsnúmer 2306009F
Fundargerð 127. fundar fræðslunefndar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð fræðslunefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
27.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 121
Málsnúmer 2306008F
Fundargerð 121. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
28.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 28
Málsnúmer 2305024F
Fundargerð 28. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
29.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 9
Málsnúmer 2305021F
Fundargerð 9. fundar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð stjórnar menningarstofu og safnastofnunar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
30.
Mannvirkja- og veitunefnd - 17
Málsnúmer 2306018F
Fundargerð 17. fundar mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð mannvirkja- og veitunefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.