Bæjarráð
805. fundur
3. júlí 2023
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málið var tekið fyrir í bæjarráði þann 26. júní 2023 og vinnslu þessa vísað til næsta fundar bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar. Lögð fram samantekt fjármálastjóra á hugmyndum og tillögum nefnda um breytingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Bæjarráð fór yfir tillögur og vísar þeim áfram til gerðar fjárhagsramma fyrir Fjarðabyggð og stofnanir 2024. Fjárhagsrammar lagðir fyrir bæjarráð í framhaldi til endanlegrar staðfestingar.
Bæjarráð fór yfir tillögur og vísar þeim áfram til gerðar fjárhagsramma fyrir Fjarðabyggð og stofnanir 2024. Fjárhagsrammar lagðir fyrir bæjarráð í framhaldi til endanlegrar staðfestingar.
2.
Umsókn í Orkusjóð vegna átaks í jarðhitaleit og frekari nýtingu jarðhita til húshitunar
Gerð grein fyrir fyrirhugaðri umsókn í Orkusjóð.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um vegna niðurdælingar á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um vegna niðurdælingar á Eskifirði.
3.
Sorphirða og sorpförgun í Fjarðabyggð 2021-2025
Farið yfir úrgangsmál og þjónustu á mótttökustöðvum vegna innleiðingar á klippikortum.
4.
Umsókn um lóð Stekkholt 19
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn um lóðina að Stekkholti 19 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
5.
Umsókn um lóð við Strandgötu 100 Eskifirði
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Jens Garðars Helgasonar vegna lóðarinnar að Strandgötu 100 á Eskifirði. Nefndin samþykkti lóðaúthlutunina með skilyrði um samkomulag um breytingu lóðarmarka við Strandgötu 98b.
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar að útfærslu að lóð á svæðinu fyrir húsnæðið.
Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar að útfærslu að lóð á svæðinu fyrir húsnæðið.
6.
Ráðstefna Almannavarna 2023
Framlagt boð á ráðstefnu Almannavarna "Hvers vegna erum við öll almannavarnir" sem fram fer þriðjudaginn 17. október.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
7.
Kjarasamningar 2023 - áhrif nýrra kjarasamninga
Framlagt minnisblað um áhrif breytinga á kjarasamningum sem staðfestir hafa verið fyrir árið 2023.
Bæjarráð vísar breytingum til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
Bæjarráð vísar breytingum til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
8.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt erindi landeiganda við Óseyri frá 29.6.23 vegna ágangsfjár.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og vísar til fyrri bókunar um málefnið en það er til umfjöllunar fjallskilanefndar.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og vísar til fyrri bókunar um málefnið en það er til umfjöllunar fjallskilanefndar.
9.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2022 - 2026
Framlögð tillaga að breytingu á formennsku í stjórn menningarstofu og safnastofnunar.
Framlögð tillaga um að Birta Sæmundsdóttir taki við formennsku af Pálínu Margeirsdóttur og Pálína taki við sem varformaður.
Bæjarráð staðfestir breytta skipan nefndarinnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu
Framlögð tillaga um að Birta Sæmundsdóttir taki við formennsku af Pálínu Margeirsdóttur og Pálína taki við sem varformaður.
Bæjarráð staðfestir breytta skipan nefndarinnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu
10.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
11.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 29
Fundargerð fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 27. júní með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 27. júní með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu.