Bæjarráð
806. fundur
14. júlí 2023
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lögð fram sem trúnaðarmál samantekt fjármálastjóra um tekjur Fjarðabyggðar það sem af er árinu 2023, samatekt um viðhaldliði það sem af er árinu og málaflokkayfirlit yfir rekstur janúar - maí 2023.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Vísað frá hafnarstjórn til bæjarráðs minnisblaði þar sem farið er yfir framkvæmdir og fjárhag ársins 2023 í samhengi við áætlun 2024.
Framlagt og kynnt. Bæjarráð samþykkir tillögurnar. Vísar þeim til viðauka númer 3.
Framlagt og kynnt. Bæjarráð samþykkir tillögurnar. Vísar þeim til viðauka númer 3.
3.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Framlögð uppfærð kostnaðaráætlun um framkvæmdir við skólahúsnæðið að Lambeyrarbraut 14 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir áætluna fyrir sitt leyti og vísar henni til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt er áætluninni vísað til mannvirkja- og veitunefndar.
Bæjarráð samþykkir áætluna fyrir sitt leyti og vísar henni til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt er áætluninni vísað til mannvirkja- og veitunefndar.
4.
Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 3
Framlögð tillaga viðauka 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árið 2023 vegna áhrifa breytinga nýrra kjarasamninga, framkvæmdum við íþrótta- og skólahúsnæði á Eskifirði, auknum kostnaði við barnavernd, breytinga á fjárfestingaráætlun Fjarðabyggðahafna og lántöku.
Hækkun rekstrargjalda í félagsþjónustu vegna barnaverndarþjónustu nemur 118,5 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum Eignasjóðs vegna íþróttahússins á Eskifirði nemur 10 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum Eignasjóðs vegna skólahúsnæðis á Eskifirði nemur 116 m.kr.
Hækkun á launakostnaði samstæðu vegna breytinga á kjarasamningum og tengdra breytinga nemur 70,6 m.kr. sem skiptist milli deilda og sviða innan a- og b-hluta áætlunar.
Lækkun fjárfestinga hafnarsjóðs vegna endurskoðunar áætlunar nemur 110 m.kr.
Aukin langtímalántaka eignasjóðs vegna breytinga á fjárhagsáætlun nemur 134 m.kr.
Hækkun fjármagnsgjalda samstæðu vegna lántöku nemur 8,1 m.kr.
Viðauki hefur þau atriði að sjóðsstreymi samstæðu lækkar um 70 m.kr. og að handbært fé verði um 395 m.kr. í árslok 2023. Lántökuheimild ársins nemur 654 m.kr.
Bæjarráð staðfestir viðauka 3 með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Hækkun rekstrargjalda í félagsþjónustu vegna barnaverndarþjónustu nemur 118,5 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum Eignasjóðs vegna íþróttahússins á Eskifirði nemur 10 m.kr.
Hækkun á fjárfestingum Eignasjóðs vegna skólahúsnæðis á Eskifirði nemur 116 m.kr.
Hækkun á launakostnaði samstæðu vegna breytinga á kjarasamningum og tengdra breytinga nemur 70,6 m.kr. sem skiptist milli deilda og sviða innan a- og b-hluta áætlunar.
Lækkun fjárfestinga hafnarsjóðs vegna endurskoðunar áætlunar nemur 110 m.kr.
Aukin langtímalántaka eignasjóðs vegna breytinga á fjárhagsáætlun nemur 134 m.kr.
Hækkun fjármagnsgjalda samstæðu vegna lántöku nemur 8,1 m.kr.
Viðauki hefur þau atriði að sjóðsstreymi samstæðu lækkar um 70 m.kr. og að handbært fé verði um 395 m.kr. í árslok 2023. Lántökuheimild ársins nemur 654 m.kr.
Bæjarráð staðfestir viðauka 3 með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
5.
Fjármálaráðstefna 2023
Framlögð tilkynning um að fjármálaráðstefna verður haldin 21. til 22. september.
Bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri mæta fyrir hönd Fjarðabyggðar.
6.
Arsreikningur Almannavarnarnefndar Austurlands fyrir árið 2022
Ársreikningur Almannavarnarnefndar Austurlands fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar.
7.
Ósk um tilnefningu aðliggjandi sveitarfélaga í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði
Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningu í svæðisráð um strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar í svæðisráðinu verði Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar í svæðisráðinu verði Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
8.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Stöðufundur með Deloitte vegna vinnnu við stöðuúttekt stjórnssýslu Fjarðabyggðar.
9.
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Framlagt minnisblað vegna innleiðingar klippikorta á móttökustöðvum úrgangs í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir því að frá og með 15. september þurfi einstaklingar og rekstraraðilar að framvísa klippikortum á gámavöllum við losun úrgangs. Eitt klippikort verði afhent hverju heimili án endurgjalds en eftir það verði innheimt gjald við afhendingu klippikorta.
Bæjarráð staðfestir tillögur um klippikort á mótttökustöðvum úrgangs og vísar erindi til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bæjarráð staðfestir tillögur um klippikort á mótttökustöðvum úrgangs og vísar erindi til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
10.
Erindi er varðar tjaldstæðið á Stöðvarfirði
Framlagt sem trúnaðarmál erindi frá íbúa sem varðar tjaldsvæðið á Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur atvinnu- og þróunarstjóra framkvæmdina.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur atvinnu- og þróunarstjóra framkvæmdina.
11.
Fundur ríkisstjórnarinnar á Austurlandi 2023
Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Austurbrúar vegna ríkisstjórnarfundar sem áætlað er að halda á Austurlandi fimmtudaginn 31. ágúst nk.
12.
Erindi til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands lausagangaágangur búfjár
Framlagt til kynningar erindi frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu búfjár.
Bæjarráð vísar erindi frá Bændasamtökum Íslands til fjallskilanefndar.
Bæjarráð vísar erindi frá Bændasamtökum Íslands til fjallskilanefndar.
13.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Framlagt erindi Ívars Ingimarsson og Hrefnu Arnardóttur varðandi skaðabætur vegna ágangsfjár í landi Óseyrar á Stöðvarfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til fjallskilanefndar.
Bæjarráð vísar erindinu til fjallskilanefndar.
14.
Franskir dagar 2023
Framlögð drög að dagskrá vegna heimsóknar fulltrúa frá Gravelines í tilefni franskra daga 2023.
Upplýsingafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
Upplýsingafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.
15.
Boð Matvælaráðuneytisins til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis
Framlögð drög að umsögn um stefnumótunardrög lagareldis sem kynnt voru af hálfu matvælaráðuneytisins þann 19. og 20. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir að senda umsögn.
Bæjarráð samþykkir að senda umsögn.
16.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 18
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs stækkun lóðar vegna endurnýjunar lóðarleigusamnings fyrir Hlíðargötu 18 á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamning.
Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamning.
17.
Sumarlokun bæjarskrifstofu 2023
Framlagt minnisblað um lokun bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar sumarið 2023 vikuna fyrir og eftir verslunarmannahelgi. Tillaga gerir fyrir lokun afgreiðslu og símsvörunar á þessum tíma.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
18.
Göngustígur utan við fótboltavöll, Stöðvarfirði
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til bæjarráðs beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir að veita 15.000 kr. styrk og tekið af liðnum óráðstafað
Bæjarráð samþykkir að veita 15.000 kr. styrk og tekið af liðnum óráðstafað
19.
Deiliskipulag Nes- og Bakkagil
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að auglýsingu nýs deiliskipulags fyrir Nes- og Bakkagil á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að nýtt deiliskipulag Nes- og Bakkagils verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að nýtt deiliskipulag Nes- og Bakkagils verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
20.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Fólkvang á Norðfirði.
Bæjarráð samþykkir að breyting deiliskipulags Fólkvangs á Norðfirði verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að breyting deiliskipulags Fólkvangs á Norðfirði verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
21.
Deiliskipulag Drangagil - endurskoðun
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Drangagil snjóflóðavarnir.
Bæjarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi Svæði 1 Drangagil snjóflóðavarnir verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi Svæði 1 Drangagil snjóflóðavarnir verði auglýst með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
22.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 65 lögð fram til kynningar.
23.
Hafnarstjórn - 298
Framlögð til afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 10. júlí 2023.
Bæjarráð staðfestir fundargerð hafnarstjórnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð hafnarstjórnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
24.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 30
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.