Fara í efni

Bæjarráð

808. fundur
10. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Framlögð til kynningar matsgerð dómskvaddra matsmanna vegna fasteignarinnar Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
2.
Fjallskil og gangnaboð 2023
Málsnúmer 2307003
Vísað frá fjallskilanefnd til staðfestingar bæjarráðs tillögu að gangnaboði 2023 frá fjallskilanefnd.
Bæjarráð samþykkir gangnaboð 2023 með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
3.
Lystigarðsnefnd Kvenfélagsins Nönnu
Málsnúmer 2308009
Lystigarðsnefnd Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað vekur athygli bæjaryfirvalda á því að Lystigarðurinn í Neskaupstað verður 90 ára á næsta ári 2024. Af því tilefni leggjum við til að sett verði á laggirnar afmælisnefnd skipaða konum úr lystigarðsnefnd Nönnu auk fulltrúa/um frá Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar verði Helga Björk Einarsdóttir garðyrkjustjóri og vísar til umhverfis- og skipulagsnefndar skipun eins fulltrúa að auki í afmælisnefnd.
4.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Málsnúmer 2303238
Deloitte heldur vinnustofur 22. ágúst og heldur fund með bæjarráði 21. ágúst, mánudag. Fram lagt og kynnt.
5.
Stjórnsýslukæra
Málsnúmer 2307081
Kynnt svarbréf vegna stjórnsýslukæru.
6.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Vísað frá fjallskilanefnd til bæjarráðs máli landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði. Fjallskilanefnd telur í ljósi framlagðs álits lögmannsstofunnar að sveitarfélaginu beri ekki að verða við kröfu landeiganda Óseyrar um smölun lands hans. Fjallskilanefnd tekur ekki afstöðu til erindis sem fjallar um bótaskyldu sveitarfélagsins. Þá telur fjallskilanefnd að sterkar líkur séu á að sauðfé komi frá Breiðdal en jafnframt hafi fé áður komið fram í Stöðvarfirði frá Héraði og Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð telur að mikil réttaróvissa sé í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Ekki er til staðar leiðbeinandi álit um þau álitaefni sem eru uppi m.a. um framkvæmd afgreiðslu beiðna um smölun ágangsfjár, hvað teljist verulegur ágangur búfjár og hvenær sveitarfélagi beri að bregðast við honum, réttindi og skyldur fjár- og landeigenda til að afstýra óæskilegum ágangi og inngripi sveitarfélags eða lögreglustjóra.
Bæjarráð samþykkir því að fresta afgreiðslu beiðnar landeigenda Óseyrar í Stöðvarfirði um smölun ágangsfjár með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Málið verður tekið upp að nýju þegar leiðbeinandi álit matvælaráðuneytis verður gefið út eða öðru því sem greiði úr þeim álitamálum sem uppi eru. Jafnframt er beðið úrskurðar innviðaráðuneytisins en málsmeðferð sveitarfélagsins vegna málsins hefur verið kærð til þess. Bæjarráð telur ekki rétt að hefja stjórnsýslumál sem leitt getur af sér íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun sem byggir ekki á traustum og óumdeildum lagagrunni. Þá tekur bæjarráð ekki afstöðu til meintrar bótaskyldu sveitarfélagsins gagnvart landeiganda Óseyrar. Bæjarráð beinir til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi að mikilvægt sé að fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur verði tekin til endurskoðunar í ljósi þess að skýra þurfi ágang búfjár nánar ásamt því að skilgreina þurfi réttindi og skyldur fjáreigenda og landeigenda í því sambandi. Þá sé æskilegt að stjórnin hlutist til um að samræma verklagsreglur vegna ágangsmála í framhaldi þess að greitt verði úr álitamálum af hálfu matvælaráðuneytis en fjallskilasamþykktin gildir fyrir fjögur sveitarfélögin á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
7.
Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306063
Framlögð tvö bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði.
Bæjarráð vísar í bókun sína í dagskrárlið nr. 6.
8.
Slökkviliðsstjóri auglýsing
Málsnúmer 2308029
Lögð fram tillaga að auglýsingu fyrir starf slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðuna.
9.
Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 Mál nr 1122023
Málsnúmer 2306081
Farið yfir umsögn Fjarðabyggðar vegna samgönguáætlunar fyrir árin 2024 til 2038.
10.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 31
Málsnúmer 2307015F
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 1. ágúst lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
11.
Fjallskilanefnd - 3
Málsnúmer 2307001F
Fundargerð fjallskilanefndar frá 13. júlí lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð fjallskilanefndar með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
12.
Fjallskilanefnd - 4
Málsnúmer 2307013F
Fundargerð fjallskilanefndar frá 28. júlí lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð fjallskilanefndar með vísan til umboðs bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarfríi hennar stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.