Fara í efni

Bæjarráð

809. fundur
21. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2303071
Lagt fram sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit yfir rekstur og fjárfestingar janúar - júní 2023 auk yfirlits yfir launakostnað og skatttekjur janúar - júlí 2023. Framlagt og kynnt.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Lagt fram minnisblað og tillögur fjármálastjóra um forsendur tekju- og gjaldaliða fyrir fjárhagsáætlun 2024 - 2027 auk nýjustu þjóðhagspár, dagsetninga í áætlunarferlinu og niðurstöðu bæjarráð frá í júlí um viðbætur í úthlutaðan ramma. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram á grunni tillagna í minnisblaðinu.
3.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Málsnúmer 2303238
Fulltrúar frá Deloitte komu á fund bæjarráð kl. 10:00 og farið var yfir stöðu mála í vinnu við stöðuúttekt stjórnsýslunnar.
4.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Tekin fyrir að nýju matsgerð dómskvaddra matsmanna vegna fasteignarinnar Hafnargötu 6 á Reyðarfirði. Einnig er lagt fram minnisblað lögmanns sveitarfélagsins vegna matsgerðarinnar.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli minnisblaðsins og umræðna á fundinum.
5.
Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði
Málsnúmer 2301057
Framlagt minnisblað fasteigna- og framkvæmdafulltrúa þar sem farið var yfir stöðu mála vegna framkvæmda við Eskifjarðarskóla.
6.
Umsókn um lóð Sólbakki 2-6
Málsnúmer 2307046
Framlögð umsókn Nestaks ehf. vegna lóðarinnar að Sólbakka 2-6 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
7.
Umsókn um lóð Sæbakki 17
Málsnúmer 2308021
Framlögð umsókn Þórarins Elí Helgasonar vegna lóðarinnar að Sæbakka 17 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
8.
Umsókn um lóð Búðarmelur 7 a-b-c
Málsnúmer 2308059
Framlögð umsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar, f.h. Búðinga ehf vegna lóðarinnar að Búðarmel 7a-c á Reyðarfirði.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
9.
Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta
Málsnúmer 2308007
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd erindi er varðar leyfi til uppsetningu skilta um sögu Stöðfirskra báta og skipa, og styrk til uppsetningarinnar. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 25.000 kr. af liðnum óráðstafað.
10.
Beiði Loðnuvinnslunar til afnota íþróttahús Fáskrúðsfjarðar vegna Árshátíðar
Málsnúmer 2308080
Framlagt erindi Loðnuvinnslunar vegna beiðni um leigu á íþróttahúsinu á Fáskúðsfirði. Einnig minnsblað deildarstjóra íþróttamannvirkja varðandi erindið.
Bæjarráð samþykkir að leigja íþróttahúsið.
11.
Arctic Circle þing Hringborðsins 19.-21. október 2023
Málsnúmer 2308082
Boð um þátttöku á tíunda þingi Arctic Circle, Hringborði Norðurslóða, sem fram fer dagana 19. - 21. október 2023. Lagt fram til kynningar.
12.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2023
Málsnúmer 2304052
Gögn frá ársfundi StarfA 2023 lögð fram til kynningar.
13.
Mannvirkja- og veitunefnd - 16
Málsnúmer 2306012F
Fundargerð 16. fundar mannvirkja- og veitunefndar frá 14. júní lögð fram til staðfestingar