Fara í efni

Bæjarráð

810. fundur
28. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðurmaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2303071
Lagt fram til kynningar deildayfirlit yfir rekstur málaflokka janúar - júní 2023. Bæjarráð vísar deildaryfirlitum til umfjöllunar í viðkomandi fagnefnd og óskar eftir tillögum að viðbrögðum við frávikum.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Lögð fram drög að fjárhagsrömmum fyrir fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2024. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
3.
Brunavarnaráætlun 2023
Málsnúmer 2308147
Framlögð til kynningar drög að brunavarnaráætlun Fjarðabyggðar. Endanleg útgáfa kemur til afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Auglýsingasamningur 2021-2023
Málsnúmer 2107110
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála um riftun á auglýsingasamning við KFF. Bæjarráð samþykkir að rifta samningnum.
5.
Íslendingadagar 22. -25. sept.
Málsnúmer 2307047
Boð á Íslandsdaga í Gravelines 22. til 25. september. Bæjarráð þakkar fyrir boðið og samþykkir að senda fulltrúa með sama hætti og verið hefur.
6.
Boð um þátttöku í samráði. Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
Málsnúmer 2308102
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023 - "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Framlagt og kynnt.
7.
Auglýsingasamningur við KFA 2023
Málsnúmer 2308140
Framlögð drög að auglýsingasamning við KFA ásamt minnisblaði forstöðumanns stjórnsýslu og upplýsingamála. Bæjarráð samþykkir samningin og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðareyri 4
Málsnúmer 2308136
Framlögð drög að lóðarleigusamningi um Búðareyri 4. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
9.
Hver eru framtíðar útflutningstækifæri á Austurlandi? - Málþing 2023
Málsnúmer 2308145
Framlagt boð á vinnufund Íslandsstofu um framtíðar útflutningstækifæri á Austurlandi sem fram fer á Egilsstöðum þann 30. ágúst. Bæjarráð þakkar fyrir boðið og fulltrúar frá sveitarfélaginu munu taka þátt í henni.
10.
Fræðslunefnd - 128
Málsnúmer 2308008F
Fundargerð 128. fundar fræðslunefndar frá 22. ágúst lögð fram til staðfestingar