Fara í efni

Bæjarráð

812. fundur
11. september 2023 kl. 08:30 - 10:40
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024
Málsnúmer 2305069
Lagt fram bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2024 í A hluta.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna fjárhagsáætlun fyrir málaflokka og leggja fyrir að nýju.
2.
Erindi vegna gámasvæðis á Reyðarfirði
Málsnúmer 2309019
Framlagt erindi eiganda gáma á gámasvæðinu á Reyðarfirði vegna afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á gámasvæði á Reyðarfirði.
Bæjarráð vísar erindi til umhverfis- og skipulagsnefndar.
3.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
Rætt um framhald uppbyggingar almennra leiguíbúða fyrir tekju- og eignalága í Fjarðabyggð en opnað verður fyrir umsóknir um stofnframlög á næstunni.
4.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 2108124
Umræða um stöðu mála vegna uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði.
5.
Samgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2309075
Framlögð tillaga Sjálfstæðisflokksins varðandi breyttar áherslur og forgangsröðun í samgöngumálum í Fjarðabyggð.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
6.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2024 - 2027
Málsnúmer 2309074
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála varðandi almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2024.
Bæjarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að útboði almenningssamgangna á grundvelli tillögu minnisblaðsins.
7.
Boð Matvælaráðuneytisins til samráðs vegna stefnumótunar lagareldis
Málsnúmer 2304174
Framlögð drög að umsögn Fjarðabyggðar vegna samráðs um stefnumörkun í lagareldi.
Bæjarráð samþykkir umsögnina.
8.
Hvatning til sveitastjórna um mótun málstefnu
Málsnúmer 2309049
Framlagt til kynningar erindi innviðaráðuneytins þar sem skorað er á sveitastjórnir að hefja vinnu við mótun málstefnu.
9.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2309021
Framlagt fundarboð á Ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer miðvikudaginn 20. september 2023 á Hilton Nordica Reykjavík.
Bæjarráð felur Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
10.
Aukaðalfundur Samtaka orkusveitarfélga 2023
Málsnúmer 2309050
Framlagt fundarboð á aukaaðlfund Samtaka Orkusveitarfélaga sem fram fer þriðjudaginn 19. september kl. 13:00 í fjarfundi.
Bæjarráð felur Jónu Árnýju Þórðardóttar bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
11.
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2022
Málsnúmer 2309063
Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf., haldinn samhliða fundi bæjarráðs vegna afgreiðslu ársreiknings 2022 og uppfærslu á prókúru fyrir félagið.
Ársreikningur undirrituður. Jónu Árnýju Þórðardóttur er falin prókúra fyrir félagið.
12.
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2022
Málsnúmer 2309062
Framlagður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2022 til undirritunar stjórnar. Er þegar samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar af bæjarstjórn.
Ársreikningurinn er undirritaður.
13.
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2022
Málsnúmer 2309061
Framlagður ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 til undirritunar. Ársreikningurinn er þegar samþykktur í samstæðureikningi Fjarðabyggðar af bæjarstjórn.
Ársreikningur undirritaður.