Fara í efni

Bæjarráð

813. fundur
18. september 2023 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Jón Björn Hákonarson
Kristinn Þór Jónasson varamaður
Jón Björn Hákonarson
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Framhald umræða um nýtingu mögulegs forkaupsréttar að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við eiganda fasteignarinnar um nýtingu mögulegs forkaupsréttar og leggja fyrir bæjarráð að nýju niðurstöður viðræðna. Jafnframt að ræða við leigutaka um framhald leigu. Kristinn Þór Jónasson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr hjá við afgreiðslu málsins.
2.
Haustþing SSA 2023
Málsnúmer 2309098
Boðað er til haustþings Sambands sveitarfélag á Austurlandi sem haldið verður í Fljótsdal fimmtudag 28. september til 29. september.
Fram lagt og kynnt en fulltrúar Fjarðabyggðar eru aðalmenn bæjarstjórnar.
3.
Samgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2309075
Framhald umræðu um samgöngumál í Fjarðabyggð, frá síðasta fundi bæjarráðs, um tillögu Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð að bókun um samgöngumál.
Kristinn Þór Jónsson leggur fram tillögu Ragnars Sigurðssonar Sjálfstæðisflokki að bókun:
"Fjarðabyggð leggur til breytta forgangsröðun í samgönguáætlun með göngum um Suðurfirði í stað uppbyggingar á Suðurfjarðarvegi og hringtengingar frá Neskaupstað til Seyðisfjarðar. Sú breytta forgangsröðun er til hagræðingar í núgildandi samgönguáætlun sem og í vetrarþjónustu, eflir og stækkar atvinnusvæðið, gerir Fjarðabyggð að einni heild og eflir Suðurfirði.
Bæjarstjóra falið að óska eftir áherslubreytingum í svæðisskipulagi Austurlands."
Bókun frá fulltrúum Fjarðalista og Framsóknar í bæjarráði.
"Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa um árabil verið með það í forgrunni við samgönguyfirvöld að ráðast þurfi í endurbætur á Suðurfjarðarvegi og slíkt þoli ekki orðið neina bið líkt og kom fram í umsögn Fjarðabyggðar við drögum að samgönguáætlun sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn í ágúst sl. Í forgangi er að gera nýjar brýr í botni fjarðanna sem Suðurfjarðarvegur liggur um í stað hættulegra einbreiðra brúa sem í þokkabót eru með þyngdartakmörkum sem farið er að standa samfélögunum í suðurhluta Fjarðabyggðar fyrir þrifum. Er hér um að ræða brú yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og brú í botni Stöðvarfjarðar. Samhliða því að gerðar verði nýjar tvíbreiðar brýr þarf að fara í endurbætur á veginum. Á boðaðri samgönguáætlun sem fer til umræðu á Alþingi nú í haust er brýnt að þessum framkvæmdum verði forgangsraðað fremst í komandi samgönguáætlun enda til orðinn ýmis gögn hjá samgönguyfirvöldum sem flýtt geta þessum framkvæmdum og sérstaklega þá gerð áðurnefndra brúa sem þola enga bið lengur. Sé vilji til hjá samgönguyfirvöldum að skoða fleiri kosti í endurgerð Suðurfjarðarvegar eins og jarðgöng þá leggst sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki gegn slíku en með því fororði að slík skoðun má ekki fresta þessum brýnu framkvæmdum lengur. Samgöngubætur á Suðurfjarðarvegi þola enga bið lengur."
4.
Jafnréttisstefna 2023-2026
Málsnúmer 2305145
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 en hún hefur verið uppfærð milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir jafnréttisstefnu 2023 til 2026 og vísar henni til afgreiðslu við síðari umræðu í bæjarstjórn.
5.
Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Málsnúmer 2305266
Farið yfir málefni slökkviliðs.
6.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
7.
Fræðslunefnd - 129
Málsnúmer 2309011F
Fundargerð 129. fundar fræðslunefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
8.
Hafnarstjórn - 300
Málsnúmer 2309010F
Fundargerð 300. fundar hafnarstjórnar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
9.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 11
Málsnúmer 2309008F
Fundargerð 12. fundar stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 34
Málsnúmer 2309004F
Fundargerð 34. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 123
Málsnúmer 2309006F
Fundargerð 129. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.