Fara í efni

Bæjarráð

814. fundur
25. september 2023 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
2.
Aðalfundarboð
Málsnúmer 2309207
Lagt fram aðalfundarboð Bríetar en aðalfundur er boðaður fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 9:00.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson fari með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
3.
Vinnustaðagreining 2023
Málsnúmer 2309191
Framlagt til kynningar minnisblað bæjarritara og forstöðumanns stjórnsýslu vegna upphafs á vinnu við vinnustaðagreiningu 2023 sem unnin er í samvinnu við Gallup.
4.
Vinnustofa um ofanflóð á Austurlandi
Málsnúmer 2309192
Framlögð drög dagskrár vinnustofu sem Lögreglustjórin á Austurlandi hefur boðað til um ofanflóð á Austurlandi mánudaginn 2. október 2023.
Bæjarráð samþykkir að leggja til húsnæði og kaffiveitingar.
5.
Hættumat fyrir ofanflóð í Stöðvarfirði
Málsnúmer 2306138
Hættumatsnefnd sem skipuð var til að meta hættu af ofanflóðum á Stöðvarfirði kynnti niðurstöður sínar. Kynningarfundur er áformaður í næstu viku með íbúum á Stöðvarfirði fimmtudaginn 5. október nk.
6.
Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla
Málsnúmer 2309196
Framlögð tillaga innviðaráðherra að þingsályktun um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Drög hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 31.10.2023.
Bæjarráð vísar drögum til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar og umsagnar skipulags- og umhverfisfulltrúa.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 933. fundar stjórnar sambandsins lögð fram til kynningar.
8.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 124
Málsnúmer 2309016F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september lögð fram til umræðu og afgreiðslu.
9.
Fræðslunefnd - 129
Málsnúmer 2309011F
Fundargerð fræðslunefndar frá 12. september lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.