Fara í efni

Bæjarráð

817. fundur
9. október 2023 kl. 08:30 - 12:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Jón Björn Hákonarson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2303071
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - september 2023. Einnig lagt fram yfirlit fjármálastjóra um þróun staðgreiðslu.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Farið yfir vinnuna við fjárhagsáætlun ársins 2024 og niðurstöður í launaáætlun.
Bæjarráð ítrekar að nefndir fari yfir launaáætlanir og nái þeim undir ramma sem úthlutað var í rammaúthlutun. Nefndir leggi fram forgangsröðun verkefna til að ná ramma launaáætlunar.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
Málsnúmer 2305047
Lögð fram samantekt fjármálastjóra og deildarstjóra íþróttamannvirkja um rekstur Sundlaugarinnar á Breiðdalsvík.
Fram lagt og kynnt.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024
Málsnúmer 2305069
Framlögð gögn um kostnað við upplýsingatækni.
Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
5.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2310039
Endurskoðun húsnæðisáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2024 rædd.
Vísað til fjármálastjóra.
6.
Framkvæmdasvið verkefni 2023
Málsnúmer 2303230
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til afgreiðslu bæjarráðs fjármögnun framkvæmda við Tröllaveg. Sviðsstjóri fór yfir áætlunina sem er tilkomin vegna ófyrirséðra skemmda við götuna.
Bæjarráð felur sviðsstjóra að fara yfir bráðaaðgerðir og leggja að nýju fyrir mannvirkja- og veitunefnd.
7.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Forkaupsréttur að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði ræddur.
8.
Stöðuúttekt stjórnsýslunnar 2023
Málsnúmer 2303238
Gerð grein fyrir stöðu mála í vinnu Deloitte við stöðugreiningu stjórnsýslu Fjarðabyggðar.
9.
Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
Málsnúmer 2310038
Framlagt erindi Sigurðar Jenssonar f.h. nytjamarkaðarins Steinsins í Neskaupstað varðandi húsnæðismála markaðarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Vísað til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsnefndar.
10.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög. Lögð fram samantekt fjármálastjóra um húsnæðismarkaðinn og mögulega umsókn um stofnframlög.
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um stofnframlög samanber framlagða tillögu. Fjármálastjóra falið að sækja um framlögin.
11.
Römpum upp Ísland
Málsnúmer 2203163
Framlagt erindi frá Römpum upp Ísland vegna samvinnu við gerð rampa við húsnæði í eigu sveitarfélaga.
Vísað til mannvirkja- og veitunefndar.
12.
Forvarna- og öryggisnefnd fundargerðir
Málsnúmer 2110173
Framlögð fundargerð 14. fundar forvarna- og öryggisnefndar Fjarðabyggðar frá 3. október 2023. Lagt fram til kynningar.
13.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
14.
Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa 2023
Málsnúmer 2310014
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðuneytis um minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem er haldinn 19. nóvember 2023.
Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að halda utanum skipulag dagsins.
15.
Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040
Málsnúmer 2310027
Framlögð stefna Matvælaráðuneytis vegna lagareldis til ársins 2040. Leggja þarf fram umsögn vegna málsins fyrir 4. nóvember 2023.
Bæjarstjóra falið að veita umsögn vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.
16.
Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva
Málsnúmer 2310034
Framlagt erindi frá Instavolt varðandi uppsetningu hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð.
Bæjarráð vísar erindi til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar vegna skipulagsmála.