Fara í efni

Bæjarráð

821. fundur
6. nóvember 2023 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Umræða um fjárhagsáætlun 2024 í kjölfar fyrri umræðu í bæjarstjórn 2.11.2023.
Bæjarráð samþykkir að síðari umræða um fjárhagsáætlun 2024 og áætlun 2025 til 2027 verði 30. nóvember nk.
2.
Útsvar 2024
Málsnúmer 2311037
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2024 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,74 % af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Bæjarráð samþykkir að álagningarhlutfall útsvars árið 2024 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,74 % af útsvarsstofni í Fjarðabyggð og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu hlutfalls.
3.
Starfshópur fræðslumála 2023
Málsnúmer 2309181
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að erindisbréfi starfshóps um fræðslumál.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið og felur bæjarstjóra að undirrita.
4.
Yfirlýsing vegna kaupréttar
Málsnúmer 2209031
Framlagt minnisblað um kaupskyldu að Hafnargötu 6 á Reyðarfirði.
Fram lagt og kynnt.
5.
Barnvænt sveitarfélag yfirlýsing
Málsnúmer 2311011
Framlögð til kynningar yfirlýsing sveitarfélaga sem eru þátttakendur í verkefninu barnvæn sveitarfélög.
6.
Beiðni um afnot af nýja íþróttahúsi 2024
Málsnúmer 2311024
Framlögð beiðni Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um afnot af Íþróttahúsinu á Reyðarfirði fyrir þorrablót 2024.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk gegn afnotum af íþróttahúsinu fyrir Þorrablót Reyðfirðinga.
7.
Gjaldskrá leikskóla 2024
Málsnúmer 2309160
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá fyrir leikskólagjöld á árinu 2024.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1. janúar 2024.
8.
Gjaldskrá frístundaheimila
Málsnúmer 2309153
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1. janúar 2024.
9.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2024
Málsnúmer 2309166
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá tónlistarskóla árið 2024.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1. janúar 2024.
Viðhengi
Minnisblað
10.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024
Málsnúmer 2309164
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála árið 2024. Allir gjaldliðir gjaldskrárinnar hafa verið hækkaðir um 5,8%.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1. janúar 2024.
11.
Gjaldskrá hitaveitu 2024
Málsnúmer 2309155
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá hitaveitu árið 2024.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur ný gjaldskrá gildi þann 1. janúar 2024.
12.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 936. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
13.
Fræðslunefnd - 132
Málsnúmer 2310028F
Fundargerð fræðslunefndar frá 31. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
Málsnúmer 2011203
Bæjarráð sem stjórnkerfisnefnd fjallar um breytingar á stjórnkerfi Fjarðabyggðar.