Bæjarráð
822. fundur
13. nóvember 2023
kl.
08:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varamaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - september 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - október 2023.
2.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2024
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð felur verkefnastjóra umhverfismála að uppfæra gjaldskrá til samræmis við minnisblað sem fjallar um gjald fyrirtækja fyrir klippikort.
Gjaldskrá með breytingum er samþykkt og tekur hún gildi frá og með 1. janúar 2024.
Bæjarráð felur verkefnastjóra umhverfismála að uppfæra gjaldskrá til samræmis við minnisblað sem fjallar um gjald fyrirtækja fyrir klippikort.
Gjaldskrá með breytingum er samþykkt og tekur hún gildi frá og með 1. janúar 2024.
3.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2024
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um breytingu á sorphirðu- og sorpeyðingarargjaldi sem er frávik frá samþykkt bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi í gjaldskrá fasteignagjalda og vísar breytingu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn tillögu um gjaldskrá fasteignagjalda.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi í gjaldskrá fasteignagjalda og vísar breytingu til staðfestingar bæjarstjórnar.
Ragnar Sigurðsson greiðir atkvæði gegn tillögu um gjaldskrá fasteignagjalda.
4.
Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð 2024
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tilögu að gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur gildi 1. janúar 2024.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá gatnagerðargjalda sem tekur gildi 1. janúar 2024.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka nefndarinnar fyrir árið 2024.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að vinna greinargerð um skipulag úrgangsmála og tillögur sem teknar verða til umfjöllunar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Bæjarráð felur umhverfisfulltrúa að vinna greinargerð um skipulag úrgangsmála og tillögur sem teknar verða til umfjöllunar á sameiginlegum fundi bæjarráðs og umhverfis- og skipulagsnefndar.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
6.
Kjarasamningar 2023 - áhrif nýrra kjarasamninga
Framlagt minnisblað um áhrif kjarasamninga á launaútgjöld og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar á árinu 2023.
Bæjarráð vísar minnisblaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Bæjarráð vísar minnisblaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023.
7.
Upplýsingatækni - starfrænt pósthólf
Framlagt til kynningar minnisblað um innleiðingu og notkun á stafrænu pósthólfi á island.is fyrir launaseðla og launamiða starfsmanna ásamt frekari miðlun gagna.
Bæjarráð tekur undir tillöguna og markmið um lækkun kostnaðar og minni sóun pappírs.
Bæjarráð tekur undir tillöguna og markmið um lækkun kostnaðar og minni sóun pappírs.
8.
Vaktakerfi slökkviliðs
Framlagt minnisblað um vaktakerfi slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tímabundið núverandi fyrirkomulag vaktakerfis slökkviðliðs Fjarðabyggðar til 1. apríl 2024 eða til þess tíma að samningsaðilar hafi lokið samningum.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tímabundið núverandi fyrirkomulag vaktakerfis slökkviðliðs Fjarðabyggðar til 1. apríl 2024 eða til þess tíma að samningsaðilar hafi lokið samningum.
9.
Húsnæðismál félags eldri borgara á Eskifirði endurbætur Melbæ
Framlagt erindi félags eldriborgara á Eskfirði varðandi endurbætur á húsnæði félagsins í Melbæ.
Bæjarráð harmar að erindum hafi ekki verið svarað með formlegum hætti og felur bæjarstjóra að svara bréfritara. Jafnframt verði farið í viðhald innan ramma fjárhagsáætlunar 2024 og felur bæjarráð sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fylgja því eftir.
Bæjarráð harmar að erindum hafi ekki verið svarað með formlegum hætti og felur bæjarstjóra að svara bréfritara. Jafnframt verði farið í viðhald innan ramma fjárhagsáætlunar 2024 og felur bæjarráð sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fylgja því eftir.
10.
Samráð við Byggðaráð Múlaþings
Framlögð til kynningar fundargerð samráðsfundar bæjarráðs Fjarðabyggð og byggðaráðs Múlaþings.
Framlagt og kynnt.
Framlagt og kynnt.
11.
Lenging Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði
Þriðjudaginn 24. október voru opnuð tilboð í verkið "Fjarðabyggðarhafnir: Lenging Strandarbryggju. Steypt staurabryggja". Hafnarstjórn hefur samþykkt tilboð og það nú lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir töku tilboðsins og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
Bæjarráð staðfestir töku tilboðsins og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.
12.
Styrkur til garnaveikibólusetningar í Fjarðabyggð
Umræða um styrki vegna garnaveikibólusetningar í sauðfé.
Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir þjónustu dýralækna vegna bólusetningar gegn garnaveiki í allri Fjarðabyggð. Bændur leggja til bóluefni. Bæjarritara falið að ræða við dýralækna um þjónustu.
Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir þjónustu dýralækna vegna bólusetningar gegn garnaveiki í allri Fjarðabyggð. Bændur leggja til bóluefni. Bæjarritara falið að ræða við dýralækna um þjónustu.
13.
Umsókn um lóð Gilsholt 6-16
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Búðinga ehf. um lóðina að Gilsholti 6- 16 á Fáskrúðsfirði fyrir 5 íbúða fjölbýli.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
14.
Umsókn um lóð Búðarmelur 5
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðaumsókn Búðinga ehf. um lóðina að Búðarmel 5 a til c á Reyðarfirði fyrir þriggja íbúða fjölbýli.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
15.
Umsókn um lóð Hafnargata 27 Fásk
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Fiskeldis Austfjarða hf. um lóðina Hafnargötu 27 á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
16.
Umsögn vegna uppbyggingar og umgjörð lagareldis stefna til ársins 2040
Framlögð til kynningar umsögn Fjarðabyggðar um stefnu Matvælaráðuneytisins vegna lagareldis til ársins 2040.
17.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 14
Fundargerð 14. fundar stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.
Fræðslunefnd - 133
Fundargerð fræðslunefndar frá 7. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
19.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 38
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.