Fara í efni

Bæjarráð

823. fundur
20. nóvember 2023 kl. 08:30 - 11:50
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Veikindalaun 2023
Málsnúmer 2311106
Framlögð greinargerð ásamt tillögu um fjármögnun veikindalauna á fyrstu 10 mánuðum ársins 2023.
Bæjarráð vísar tillögu um ráðstöfun á fjármagni til veikindalaun til gerðar viðauka.
2.
Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 4
Málsnúmer 2311104
Framlögð tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
Málsnúmer 2305047
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024
Málsnúmer 2309168
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um breytingu á gjaldskrá stuðningsþjónustu með þeim breytingum sem samþykktar voru í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildi frá 1. janúar 2024.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
Málsnúmer 2305070
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar með tillögu að breytingum á tekjuhlið barnaverndarþjónustu.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
6.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2305061
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árin 2024-2027 fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn 30.11.2023.
Fram lagt og kynnt.
7.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Málsnúmer 2302095
Lagðar fram til afgreiðslu tvær umsóknir um stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna á Reyðarfirði og Neskaupstað í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sbr. samþykkt bæjarráðs frá 9. október 2023. Stofnunin óskar eftir staðfestingu Fjarðabyggðar um úthlutun á stofnframlagi til verkefnanna.
Bæjarráð staðfestir framlög Fjarðabyggðar til verkefna og felur bæjarstjóra undirritun staðfestinga.
8.
Vinnustaðagreining 2023
Málsnúmer 2309191
Framlagðar til kynningar niðurstöður vinnustaðagreiningar fyrir stofnanir Fjarðabyggðar ásamt minnisblaði.
9.
Efling dreifbýlis
Málsnúmer 2311127
Framlögð til kynningar samantekt frá íbúafundi Austurbrúar vegna verkefnsins Vatnaskil sem er verkefni um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk. Að baki verkefninu standa Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Búnaðarsamband Austurlands og Félag ungra bænda á Austurlandi.
10.
Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)
Málsnúmer 2305168
Vísað frá ungmennaráði til kynningar í bæjarráði niðurstöðu þess um breytingu á kosningalögum. Ungmennaráð telur að ef það eigi að lækka kosningaaldurinn sé mikilvægt að kynna fyrir öllum 16-18 ára hvað felst í því að kjósa og hvað þarf að hafa í huga. Þó velta þau fyrir sér hvort fólk á þessum aldri séu komin með þroska til að taka þátt í kosningum.
11.
Til umsagnar 468. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2311138
Framlagt til kynningar Þingskjal 509, 468. mál. stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).
Viðhengi
0509.pdf
12.
Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2311132
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Framlagt til kynningar.
13.
Félagsmálanefnd - 172
Málsnúmer 2311010F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Félagsmálanefnd - 173
Málsnúmer 2311012F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 17. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 127
Málsnúmer 2311008F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Ungmennaráð - 8
Málsnúmer 2310033F
Fundargerð ungmennaráðs frá 1. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.