Fara í efni

Bæjarráð

825. fundur
4. desember 2023 kl. 08:30 - 10:40
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Tjaldsvæði 2022
Málsnúmer 2203199
Framlagt minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra varðandi sölu tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð. Umhverfis- og skipulagsfulltrúa er falið að fara í nauðsynlega skipulagsvinnu varðandi málið, og samhliða því verði stjórnsýslu- og þjónustusviði falið að gera drög að auglýsingu svæðanna.
2.
Viljayfirlýsing HÍ og Hallormsstaðaskóla um uppbyggingu Háskólanáms
Málsnúmer 2311225
Formaður stjórnar Hallormsstaðaskóla kynnti nýgert samkomulag Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands varðandi uppbyggingu háskólanáms við Hallormsstaðaskóla. Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar áformum um nám á háskólastigi í Skapandi sjálfbærni við Hallormsstaðaskóla.
3.
Íbúafundir í janúar 2024
Málsnúmer 2312011
Í janúar 2024 verða haldnir íbúafundir í byggðakjörnum Fjarðabyggðar, dagsetningar fundanna verða auglýstar í næstu viku. Bæjarstjóra falið að halda áfram vinnu við undirbúning fundanna.
4.
Frágangur á Haga
Málsnúmer 2210016
Umræða um frágang við Haga á Reyðarfirði þar sem starfsmannaþorp Alcoa stóð. Frágangur á svæðinu verði tekið upp með forsvarsmönnum Alcoa.
5.
Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - í samráðsgátt
Málsnúmer 2303120
Umræða um breytingar sem boðaðar hafa verið á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Bæjarstjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir fulltrúa í bæjarráði.
6.
Til umsagnar 509. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 2311193
Velferðarnefnd Alþingis hefur sent til umsagnar mál nr. 509 "Húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028."

Framlagt og kynnt.
7.
Til umsagnar 82. mál "Uppbygging Suðurfjarðarvegar".
Málsnúmer 2311197
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur sent til umsagnar mál nr. 82 "Uppbygging Suðurfjarðarvegar".

Bæjarráð vísar í umsögn sína um samgönguáætlun og felur bæjarstjóra að senda hana aftur inn til nefndarinnar varðandi þetta mál.
8.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2301183
Fundargerð 938. fundar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
9.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 2302093
Fundargerð 65. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar
10.
Fundargerðir stjórnar Austurbrúar
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 144. fundar stjórnar Austurbrúar lögð fram til kynningar.
11.
Fundargerðir stjórnar SSA
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 15. fundar stjórnar SSA lögð fram til kynningar