Bæjarráð
829. fundur
15. janúar 2024
kl.
08:30
-
12:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
varamaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - nóvember 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - desember 2023.
2.
Skammtímafjármögnun 2024
Umræður um skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2024. Núverandi samningur við Íslandsbanka rennur úr 1.2.2024.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurnýja samning um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka að fjárhæð 200 m.kr. Staðfestingu yfirdráttarheimildar vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurnýja samning um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka að fjárhæð 200 m.kr. Staðfestingu yfirdráttarheimildar vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
3.
Framlög í þágu farsældar barna
Umfjöllun um málið var frestað á síðasta fundi. Framlagt minnisblað um aukið vinnuálag tengt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Vegna vinnuálags er vöntun sem nemur um 15 m.kr. í fjárhagsramma ársins 2024 eða sem nemur fjárframlögum jöfnunarsjóðs til samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð samþykkir að bætt verði við fjármagni sbr. minnisblað og vísar kostnaðarauka til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarráð samþykkir að bætt verði við fjármagni sbr. minnisblað og vísar kostnaðarauka til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
4.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024 - 2033.
Bæjarráð tekur áætlun til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð tekur áætlun til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Sameiginlegur fundur HSA og bæjarráðs - Janúar 2024
Fundur með fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
6.
Starfshópur fræðslumála 2023
Skipun í starfshóp um fræðslumála í samræmi við breytingar sem gerðar voru á erindisbréfi hópsins.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í hópnum verið auk formanns fræðslunefndar Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson og Jóhanna Sigfúsdóttir.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í hópnum verið auk formanns fræðslunefndar Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson og Jóhanna Sigfúsdóttir.
7.
Jafnlaunakerfi
Framlögð drög að endurskoðaðri jafnlaunahandbók Fjarðabyggðar sem innifelur reglur jafnlaunakerfis sveitarfélagsins og lýsingu þess.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8.
Samskiptastefna 2024
Framlögð til afgreiðslu samskiptastefna sem innfelur vefstefnu og stefnu um innri samskipti.
Stefnan gildir í eitt ár og verður tekin til endurskoðunar af fenginni reynslu.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Stefnan gildir í eitt ár og verður tekin til endurskoðunar af fenginni reynslu.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2024
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs uppfærðum reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Reglur um leikskóla
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurskoðuðum reglum um leikskólaþjónustu í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Erindi frá starfsfólki skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Framlagt til kynningar erindi frá starfsmönnum Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði vegna ákvörðunar um að breyta starfi húsvarða.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs auk leik- og grunnskólastjórnenda á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs auk leik- og grunnskólastjórnenda á Fáskrúðsfirði.
12.
Helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi árið 2023
Framlagt til kynningar yfirlit frá lögreglustjóranum á Austurlandi fyrir árið 2023.
13.
Bréf innviðaráðherra vegna jöfnunarsjóð og dóms héraðsdóms
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðherra vegna málefna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar dóms héraðsdóms í desember 2023.
14.
Landsþing sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlagt boð á XXXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer fimmtudaginn 14. mars nk.
15.
Fræðslunefnd - 135
Fundargerð 135. fundar fræðslunefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
16.
Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 15
Fundargerð 15. fundar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.
Félagsmálanefnd - 175
Fundargerð 175. fundar félagsmálanefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 129
Fundargerð 129. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
19.
Mannvirkja- og veitunefnd - 22
Fundargerð 22. fundar mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
20.
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 40
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.