Fara í efni

Bæjarráð

830. fundur
22. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:16
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Veikindalaun 2023
Málsnúmer 2311106
Framlögð greinargerð ásamt tillögu um fjármögnun veikindalauna á árinu 2023.
Bæjarráð vísar fjármögnun veikindalauna til gerðar viðauka.
2.
Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 5
Málsnúmer 2401136
Lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 um veikindalaun, námsstyrki og ráðstöfun á óráðstöfuðu.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Málsnúmer 2310039
Lögð fram að nýju tillaga að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir 2024 - 2033.
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
730 Öldugata 6 - Kauptilboð
Málsnúmer 2204118
Framlagt kauptilboð Sælínar Sigurjónsdóttur vegna húseignar á lóðinni að Öldugötu 6 á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ræða við bjóðanda.
5.
Áform um breytingu á lögum nr. 491997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Málsnúmer 2401114
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2024 -Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Bæjarráð fagnar boðaðri breytingu og sveitarfélagið mun taka þátt í samráði um málið.
6.
Erindi frá VA - aðstaða fyrir siglingahermi
Málsnúmer 2401154
Framlagt erindi frá Verkmenntastkóla Austurlands varðandi aðgang að herbergi í sameiginlegu rými verknámshúss VA og íþróttahússins á Norðfirði.
Bæjarráð fagnar því að boðið verði uppá smáskipnám í Verkmenntaskólanum og samþykkir að veita Verkmenntaskóla Austurlands aðgang að umræddu herbergi og gengið verði frá samkomulagi um afnotin.

7.
Erindi til sveitarstjórnar vegna bókasafna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2312149
Framlögð til kynningar erindi Austfirskra upplýsinga og Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna.
Bæjarráð þakkar gagnlegar ábendingar og vísar erindum til stjórnar menningarstofu.
8.
Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
Málsnúmer 2401143
Framlagðar til afgreiðslu starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Austurlands.
Bæjarráð samþykkir starfsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Erindi Persónuverndar vegna notkunar á google lausnum í skólastarfi
Málsnúmer 2401150
Framlagt erindi frá Persónuvernd til allra sveitarfélaga vegna notkunar á Google lausnum í skólastarfi.
Vísað til upplýsingaöryggisnefndar.
10.
Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
Málsnúmer 2306007
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs forvarnarstefnu Fjarðabyggðar 2024-2025.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingu bæjarstjórnar.
11.
Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna
Málsnúmer 2311229
Framlögð samantekt starfshóps Fjarðabyggðar um ofanflóðavarnir og skipulagsmál, ásamt fundargerð nr. 3.
Vísað til umfjöllunar skipulags- og framkvæmdanefndar.
12.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Framlögð til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
13.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga
Málsnúmer 2302093
Fundargerð 68. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar