Fara í efni

Bæjarráð

831. fundur
29. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Íbúafundir í janúar 2024
Málsnúmer 2312011
Umfjöllun um íbúafundina sem haldnir hafa verið.
2.
Útboð tjaldsvæða 2024
Málsnúmer 2401187
Framlögð drög að útboðslýsingu og auglýsingu tjaldsvæða Fjarðabyggðar til sölu.
Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
3.
Fundur bæjarráðs með Vegagerðinni
Málsnúmer 2401188
Fundur bæjarráðs með forsvarsmönnum Vegagerðar.
Ræddar nýframkvæmdir með áherslu á botn Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar auk þjónustustigs á vegum og fleiri tengdum málum.
4.
Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Málsnúmer 2401171
Framlagt bréf vegna úttektar á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fram lagt og kynnt.
5.
Ósk um gjaldfrjáls afnot af samkomuhúsinu á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2401183
Framlagður tölvupóstur frá hjónaballsnefnd Stöðvarfjarðar varðandi gjaldfrjáls afnot af samkomuhúsinu á Stöðvarfirði vegna hjónaballs 2024.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hjónaballið sem nemur leigu húsnæðisins. Kostnaði mætt af liðnum menningarstyrkir.
6.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2024
Málsnúmer 2306040
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa vegna þátttöku í Tæknidegi Fjölskyldunnar 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaði.
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 130
Málsnúmer 2401016F
Fundargerð 130. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.