Bæjarráð
833. fundur
12. febrúar 2024
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka 2023 auk deildayfirlits í A hluta fyrir árið 2023.
Fram lagt og kynnt.
Fram lagt og kynnt.
2.
Auglýsingasamningur við blakdeild Þróttar 2024 - 2026
Framlögð drög að endurnýjuðum auglýsingasamning við blakdeild Þróttar ásamt minnisblaði.
Bæjarráð samþykkir nýjan auglýsingasamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir nýjan auglýsingasamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Vatnsveita í Mjóafirði
Framlagt erindi frá Sigfúsi Vilhjálmssyni vegna vatnsveitu og ýmissa mála í Mjóafirði.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar auk hafnarstjórnar. Bæjarráð áformar fund með íbúum Mjóafjarðar með vorinu.
Bæjarráð vísar erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar auk hafnarstjórnar. Bæjarráð áformar fund með íbúum Mjóafjarðar með vorinu.
4.
Áhrif skerðingar á orku til fjarvarmaveita
Framlagt minnisblað um notkun í Stefánslaug um helgar samanber umfjöllun síðasta fundar bæjarráðs og áhrif skerðingar á fasteignarekstur.
Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag opnunar verði í samræmi við fyrri samþykkt meðan á skerðingu orku stendur.
Bæjarráð samþykkir að fyrirkomulag opnunar verði í samræmi við fyrri samþykkt meðan á skerðingu orku stendur.
5.
Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Tekin fyrir að nýju samráðstillaga um drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Framlögð drög að umsögn.
Bæjarritara falið að skila umsögn um samráðstillöguna.
Bæjarritara falið að skila umsögn um samráðstillöguna.
6.
Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
Fjallað um húsnæðismál Steinsins nytjamarkaðar og samstarf um endurnýtingu nytjahluta.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Steininn nytjamarkað á grundvelli tillagna sem lagðar eru fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Steininn nytjamarkað á grundvelli tillagna sem lagðar eru fram.
7.
Slökkvilið Fjarðabyggðar - málefni
Farið yfir málefni slökkviliðs.
8.
Þróun hafnarsvæða
Farið yfir þróunarmál atvinnu- og hafnarsvæða.
9.
Búsetukjarni og skammtímavistun
Framlagt minnisblað um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grunni hugmynda sem eru framlagðar.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grunni hugmynda sem eru framlagðar.
10.
Aðstoðarmannakort
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um útgáfu aðstoðarmannakorta fyrir starfsfólk sem fylgir einstaklingum með umfangsmiklar stuðningsþarfir í sund.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
11.
Úrgangs- og umhverfismál. Þróunarverkefni
Farið yfir stöðu á þróunarverkefna vegna úrgangsmála og umhverfismála og kynnt drög að yfirlýsingum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar samstarfsyfirlýsingar vegna þróunarverkefnanna.
Bæjarráð samþykkir framlagðar samstarfsyfirlýsingar vegna þróunarverkefnanna.
12.
Starfshópur um húsnæðismál myndlistarsafns
Gerð grein fyrir málefnum Myndlistarsafns Tryggva Ólafsson.
13.
Aukaaðlafundur Leigufélagsins Bríetar 2023
Framlögð til kynningar fundargerð aukaaðalfundar Leigufélagsins Bríetar ásamt uppfærðri samþykkt félagsins.
14.
Málþing um orkumál 15. mars 2024
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS, boðar til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 15. mars, kl. 08:30
15.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023
Framlögð til kynningar fundargerð 942. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
16.
Hafnarstjórn - 307
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 5. febrúar
17.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 2
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 7. febrúar.
17.
Fræðslunefnd - 136
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fræðslunefndar frá 7. febrúar
18.
Félagsmálanefnd - 176
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð félagsmálanefndar frá 6. febrúar.