Fara í efni

Bæjarráð

834. fundur
19. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Þjóðlendumál kröfur óbyggðanefndar eyjar og sker
Málsnúmer 2402163
Framlögð kröfugerð Óbyggðanefndar í sker og eyjar.
Bæjarráð felur lögmanni sveitarfélagsins að yfirfara kröfugerð ríkisins í landsvæði það sem er eign þess og leggja fyrir bæjarráð.
2.
Starfshópur fræðslumála 2023
Málsnúmer 2309181
Fjallað um áfangaskýrslu starfshóps um fræðslumál sem lögð er fram sem trúnaðarmál.
3.
Fiskeldissjóður - umsóknir 2024
Málsnúmer 2308085
Framlagt til kynningar minnisblað um tillögur að verkefnum til umsókna fyrir starfsárið 2024 til fiskeldissjóðs.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að sækja um framlög til sjóðsins.
4.
Íbúakönnun 2023
Málsnúmer 2310063
Framlagðar til kynningar niðurstöður könnunar sem unnin var í haust á þjónustu sveitarfélagsins.
5.
Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 2206071
Vísað frá stjórn menningarstofu til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um fjármögnun endurbóta fyrir stríðsárasafnið sumarið 2024 til að sýning verði sett upp sbr. tillögu í framlögðu minnisblaði. Lögð verði fram kostnaðaráætlun um framkvæmdir vegna opnunar sýningar á árinu 2024.
Bæjarráði lýst vel á hugmyndir og að kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2024
Málsnúmer 2309161
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögum um breytingu á gjaldskrá líkamsræktarstöðva vegna rafræns aðgangs utan hefðbundins opnunartíma. Lagt er til að gjaldið fyrir þá þjónustu verði 500 krónur á mánuði.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og þær taki gildi frá og með 1. mars 2024.
7.
Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla
Málsnúmer 2309157
Framlögð endurskoðuð gjaldskrá fyrir grunnskóla í Fjarðabyggð vegna afnota af heimilisfræðistofu vegna beiðna um afnot sem ná yfir heilan dag.
Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og hún taki gildi frá og með 1. mars 2024.
8.
Stafrænt pósthólf - ný reglugerð
Málsnúmer 2402140
Framlögð til kynningar ný reglugerð um stafrænt pósthólf á island.is
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 131
Málsnúmer 2401021F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12. febrúar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
10.
Stjórn menningarstofu - 1
Málsnúmer 2402010F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 13. febrúar tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
11.
Ungmennaráð - 9
Málsnúmer 2311013F
Fundargerð ungmennaráðs frá 9. nóvember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
12.
Ungmennaráð - 10
Málsnúmer 2312006F
Fundargerð ungmennaráðs frá 13. desember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.