Fara í efni

Bæjarráð

837. fundur
4. mars 2024 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Krafa um endurgreiðslu á rotþróargjöldum
Málsnúmer 2402239
Framlögð krafa Hákons Björnssonar um endurgreiðslu á rotþróargjöldum. Fjármálastjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs er falið að afgreiða málið.
2.
Samstarfssamningur um byggingu búsetukjarna Reyðarfirði
Málsnúmer 2402218
Framlögð endurnýjuð drög að samningi við R101 um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulaginu, og vísar því til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar. Fjármálastjóra falið að hefja undirbúning að umsóknum um stofnframlög vegna þessa.
3.
Úrsögn úr undirkjörstjórn á Reyðarfirði
Málsnúmer 2402258
Lögð fram afsögn Aðalheiðar Vilbergsdóttur úr undirkjörnstjórn á Reyðarfirði. Aðalheiði er þakkað fyrir góð störf og tilnefning að skipun í undirkjörstjórn á Reyðarfirði verður lögð fyrir næsta fund.
4.
Breytingar fræðslumála sveitafélagsins
Málsnúmer 2402287
Framlagt erindi íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar vegna breytinga í fræðslumálum. Bæjarráð þakkar fyrir erindið.

Unnið er að því að kynna þær breytingar sem samþykktar hafa verið, og hefja í framhaldi útfærslu á framkvæmd þeirra með skólastjórnendum.
5.
Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmat Brúar lífeyrissjóðs
Málsnúmer 2402288
Framlagt álit reikningskila- og upplýsinganefndar um hvernig færa skuli kröfur frá Brú lífeyrissjóði vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins ásamt yfirliti yfir skuldbindinguna.
6.
Ráðning sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs
Málsnúmer 2403022
Framlögð tillaga bæjarstjóra að ráðningu Svans Freys Árnasonar sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs frá 1. maí nk. Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra.
7.
Ráðning sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs
Málsnúmer 2403023
Framlögð tillaga bæjarstjóra að ráðningu Þórðar Vilbergs Guðmundssonar í starf sviðsstjóra mannauðs- og umbótasviðs frá 1. maí 2024. Bæjarráð staðfestir tillögu bæjarstjóra. Þórður vék af fundi við umfjöllun um þennan lið.
8.
Umsögn vegna samruna Síldarvinnslunar og Ice Fresh Seafood
Málsnúmer 2403024
Framlögð beiðni Samkeppniseftirlitsins um umsögn Fjarðabyggðar á samruna Síldarvinnslunar og Ice Fresh Seafood. Bæjarráð lýsir yfir furðu sinni á erindinu, en felur bæjarstjóra að svara því.
9.
Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf - 14.mars 2024
Málsnúmer 2402301
Framlagt boð á aðalfund lánasjóðs Íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 14. mars 2024.
10.
Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2401142
Fundargerð 944. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024 lögð fram til kynningar.
11.
Umsókn um stofnframlög á árinu 2024
Málsnúmer 2403005
Framlögð auglýsing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir umsóknum um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum til að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. lögum nr. 52/2016. Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.
12.
Stjórn menningarstofu - 2
Málsnúmer 2402021F
Fundargerð menningarstofu frá 27. febrúar lögð fram til staðfestingar