Fara í efni

Bæjarráð

838. fundur
11. mars 2024 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Snorri Styrkársson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála
Dagskrá
1.
Útboð tjaldsvæða 2024
Málsnúmer 2401187
Framlögð tilboð í tjaldsvæði Fjarðabyggðar. Frestur til að skila inn tilboðum var til 28. febrúar. Forstöðumanni stjórnsýslu og fjármálastjóra er falið að ræða við tilboðsgjafa.
2.
Stuðningur ríkis og sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Málsnúmer 2403120
Framlögð áskorun til sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins vegna kjarasamninga 2024.

Bæjarráð fagnar gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og lækka vexti og samþykkir að leggja sitt af mörkum til að auka sátt á vinnumarkaði. Fjarðabyggð mun halda aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum sem og að endurskoða núverandi gjaldskrár í takt við ályktun bæjarstjórnar þann 11. janúar sl. Þá skal á það bent að skólamáltíðir í Fjarðabyggð eru gjaldfrjálsar.
3.
Breytingar í fræðslumálum - Beiðni um afstöðu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2403123
Framlögð beiðni mennta- og baranamálaráðuneytisins um afstöðu Fjarðabyggðar vegna erindis KÍ til ráðuneytsins vegna breytinga í fræðslumálum. Bæjarstjóra falið að svara ráðuneytinu.
4.
Undirskriftarlisti - Áskroun vegna breytinga á fræðslumálum
Málsnúmer 2403122
Framlagður undirskriftarlisti með áskorunum um að samþykktar breytingar í fræðslumálum verði dregin til baka.

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur veitt undirskriftarlista viðtöku en þar er áskorun um að draga til baka samþykktar breytingar í fræðslumálum.

Fjarðabyggð mun nú yfirfara framkomnar athugasemdir stéttarfélaga og annara varðandi breytingarnar auk þess sem beðið er eftir áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna fyrirspurna KÍ varðandi fyrirhugaðar breytingar.

Þá skal það tekið fram, að gefnu tilefni, að bæjarfulltrúar fengu ekki boð um að vera viðstaddir þegar undirskriftarlistarnir voru afhentir. Auk þess var bæjarstjóri ásamt nokkrum bæjarfulltrúum þegar bókaðir á þessum tíma og var hópnum veittur kostur á öðrum tíma til afhendingar listans.
5.
Mótmæli foreldrafélaga í Fjarðabyggð vegna fyrirhugaðar breytingar í fræðslumálum
Málsnúmer 2403045
Framlagt mótmælabréf stjórna foreldrafélaga í Fjarðabyggð vegna breytinga í fræðslumálum.
Fjarðabyggð mun nú yfirfara framkomnar athugasemdir stéttarfélaga og annarra varðandi breytingarnar auk þess sem beðið er eftir áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna fyrirspurna KÍ varðandi fyrirhugaðar breytingar.
6.
Yfirlýsing stjórnar KSA vegna fyrirhugaðra breytinga á fræðslumálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2403105
Yfirlýsing stjórnar KSA vegna fyrirhugaðra breytinga á fræðslumálum í Fjarðabyggð.

Fjarðabyggð mun nú yfirfara framkomnar athugasemdir stéttarfélaga og annarra varðandi breytingarnar auk þess sem beðið er eftir áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna fyrirspurna KÍ varðandi fyrirhugaðar breytingar.
7.
Umsókn um lóð Breiðimelur 1-9
Málsnúmer 2402292
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Launafls ehf um lóðina að Breiðamel 1 - 9 á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
Umsókn um lóð Leirubakki 9
Málsnúmer 2402186
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Fjarðabyggðarhafna um lóðina að Leirubakka 9b á Eskifirði. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
9.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðareyri 8
Málsnúmer 2402280
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til staðfestingar bæjarráðs umsókn HSA um Endurnýjun á lóðaleigusamningi að Búðareyri 8, stækkun lóðarinnar og skil á lóð að Búðareyri 10. Bæjarráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar á lóðinni að Búðareyri 8.
10.
Umsókn um lóð Búðareyri 10
Málsnúmer 2402267
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Fjarðabyggðar um lóðina að Búðareyri 10 á Reyðarfirði. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
11.
Aðalfundur Netorku hf 2024 - starfsárið 2023
Málsnúmer 2403115
Framlagt boð á aðalfund Netorku hf vegna ársins 2023 sem haldinn verður 21. mars 2024.
12.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 18. fundar stjórnar SSA lögð fram til kynningar.
13.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Málsnúmer 2311224
Fundargerð 18. fundar stjórnar SSA lögð fram til kynningar
14.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2403087
Fundargerð 69. fundar samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar
15.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 4
Málsnúmer 2402027F
Fundargerð 4. fundar skipulags- og framkvæmdanefndar lögð fram til staðfestingar