Bæjarráð
839. fundur
18. mars 2024
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Stefán Þór Eysteinsson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Snorri Styrkársson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2024
Lagt fram til kynningar sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka, fjárfestingar og samstæðu í janúar auk skatttekna og launakostnaðar í janúar og febrúar 2024.
2.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2023
Farið yfir drög að megin niðurstöðum ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2023. Drögin eru trúnaðarmál.
3.
Útboð tjaldsvæða 2024
Lagt fram sem trúnaðarmál innra vinnuskjal um viðræður við bjóðendur í kaup tjaldsvæða í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um sölu tjaldsvæðanna til Ferðaþjónustunnar Fossárdal á grundvelli samningskaupalýsingar sem felur í sér heildarhagsmuni sölunnar fyrir sveitarfélagið með tilliti til verðs og þjónustu tjaldsvæða.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um sölu tjaldsvæðanna til Ferðaþjónustunnar Fossárdal á grundvelli samningskaupalýsingar sem felur í sér heildarhagsmuni sölunnar fyrir sveitarfélagið með tilliti til verðs og þjónustu tjaldsvæða.
4.
Fasteignir í eigu Fjarðabyggðar
Fjallað um sölu fasteignarinnar að Eyrargötu 7 í Neskaupstað en samþykkt var að leitað yrði samninga um sölu eignarinnar en salan hefur ekki gengið í gegn.
Bæjarráð vísar sölu eignarinnar til vinnu við fasteignamál sveitarfélagsins og skipulagsmál.
Bæjarráð vísar sölu eignarinnar til vinnu við fasteignamál sveitarfélagsins og skipulagsmál.
5.
Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
Lagt fram að nýju samkomulag við Steininn Nytjamarkað um samstarf um endurnýtingu nytjahluta í Fjarðabyggð og sölu eignarhluta Fjarðabyggðar í Egilsbraut 4.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
6.
Kaupsaminingur um Egilsbraut 4 Neskaupstað til Steinsins Nytjamarkaðar
Lagt fram samkomulagstilboð í fasteigninga Egilsbraut 4 Norðfirði ásamt drögum að kvöð á eignina sem hluta af kaupsamningi og afsali.
Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar að Egilsbraut 4 á Norðfirði ásamt kvöð um sölu eignarinnar og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölu hennar.
Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar að Egilsbraut 4 á Norðfirði ásamt kvöð um sölu eignarinnar og felur bæjarstjóra undirritun gagna vegna sölu hennar.
7.
Umsókn um gjaldfrjáls afnot íþróttahús Reyðarfjarðar
Framlagður tölvupóstur þriðja flokks drengja og stúlkna þar sem óskað eftir styrk til afnot íþróttahús Reyðarfjarðar vegna maraþons til fjáröflunar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja þriðja flokk sem nemur húsaleigu íþróttahússins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að styrkja þriðja flokk sem nemur húsaleigu íþróttahússins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
8.
Umsókn um lóð Búðareyri 10
Lögð fram tillaga um að álagningu gatnagerðargjalda á Búðareyri 10 á Reyðarfirði verði felld niður sbr. heimild í 6.gr. laga um gatnagerðargjöld og 12. gr. gjaldskrár Fjarðabyggðar 2024 um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Áform er um uppbyggingu sérhæfðs félagslegs húsnæðis.
Bæjarrað samþykkir tillöguna.
Bæjarrað samþykkir tillöguna.
9.
Vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga
Framlagt til kynningar erindi framkvæmdastjóra sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna áskorunar í tengslum við kjarasamninga.
10.
Samningur Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu og fullnaðargreiðsluumboð
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að uppfærðum samningi Fjarðabyggðar og sveitarfélagsins Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu og fullnaðarafgreiðsluumboð.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á samningi og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á samningi og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11.
Minnisblað - regluverk um búfjárbeit
Framlagt til kynningar minnisblað matvælaráðuneytsins varðandi regluverk um búfjárbeit.
12.
Umsókn um styrk til leiksýningar
Framlögð beiðni um styrk frá Verkmenntaskóla Austurlands vegna leiksýningar Leikfélagsins djúpsins á leikverki. Styrkur er ætlaður til greiðslu húsaleigu.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Verkmenntaskólann sem nemur húsaleigu Egilsbúðar vegna leiksýningar Leikfélagsins Djúpsins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Verkmenntaskólann sem nemur húsaleigu Egilsbúðar vegna leiksýningar Leikfélagsins Djúpsins, tekið af liðnum óráðstafað 21690.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 132
Fundargerð 132. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.
Félagsmálanefnd - 177
Fundargerð 177. fundar félagsmálanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.